Innlent

Banna ætti partí fyrir böll

Breyta þarf skipulagi á skemmtanahaldi framhaldsskólanna segir Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, sem gagnrýnir það svigrúm sem gefið er til drykkju fyrir skemmtanir sem tengjast skólunum.

Valgerður hefur starfað innan framhaldsskóla og segir að yfirmenn skóla ættu að íhuga að breyta þeirri stefnu að leyfa heimapartí fyrir böll. Fyrir árshátíðir fari nemendur til að mynda iðulega út að borða en í stað þess að ballið hefjist strax að loknu borðhaldi sé gefinn tími til heimapartís.

Þessa venju þurfi að endurskoða, ætli menn að draga úr unglingadrykkju.

Í frétt Fréttablaðsins í gær kom fram að drykkja unglinga ykist um 140 prósent frá vori tíunda bekkjar til fyrsta haustmisserisins í framhaldsskóla.- sbt



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×