Innlent

Húsleitin snýr ekki að bankanum eða starfsmönnum

Samkvæmt upplýsingum MP banka snýr húsleit embættis sérstaks saksóknara í bankanum í dag að ákveðnum viðskiptavinum bankans en ekki að bankanum sjálfum eða starfsmönnum hans. Bankinn hefur veitt allar umbeðnar upplýsingar og mun aðstoða embætti sérstaks saksóknara eftir föngum, að fram kemur í tilkynningu.

Í tengslum við rannsókn embættisins á kaupum félagsins Exiter ehf. á stofnbréfum í BYR sparisjóði haustið 2008 fóru fram húsleitir á í MP banka og Byr í dag að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Sérstakur saksóknari aflaði gagna í húsleit hjá Byr

Menn á vegum Ólafs Haukssonar sérstaks saksóknara öfluðu gagna í húsleit í Byr í dag í framhaldi af rannsókn þeirri sem Fjármálaeftirlitið vísaði til sérstaks saksóknara varðandi eignarhaldsfélagið Exeter Holdings.

Húsleitir bæði hjá MP banka og Byr

Í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum félagsins Exiter ehf á stofnbréfum í BYR sparisjóði haustið 2008 fóru fram húsleitir á í MP banka og Byr í dag að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×