Viðskipti innlent

Segist ekki hafa vitað um fyrri eigendur stofnfjárbréfa í Byr

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, framkvæmdi húsleitir í dag vegna Exeter.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, framkvæmdi húsleitir í dag vegna Exeter.

Fyrrum stjórnarmaður Exeter Holdings, sem sætir rannsókn sérstaks saksóknara, Ágúst Sindri Karlsson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að honum hafi ekki verið kunnugt um fyrri eigendur stofnfjárbréfa í BYR.

Tvær húsleitir voru framkvæmdar af embætti sérstaks saksóknara í dag, annars vegar í BYR og svo MP-banka.

Tilefni húsleitarinnar var málefni Exeter Holdings, einkahlutafélags sem keypti stofnbréf í Byr með láni frá sparisjóðnum.

Ágúst Sindri Karlsson.

Upphafleg rannsókn Fjármálaeftirlitið beindist að viðskiptum félags í eigu Ragnars Z. Guðjónssonar forstjóri Byrs og nokkurra annarra stjórnenda sjóðsins með stofnfjárhluti í Byr. Félagið var Húnahorn.

MP Banki gerði veðkall í hlut Húnahorns í Byr. Fljótlega eftir það rann hluturinn inn í félagið Exeter Holdings, félags í eigu Ágústs Sindra Karlssonar, fyrrverandi stjórnarmanns MP.

Í tilkynningunni segir Ágúst að hann harmi að nafn hans hafi dregist inn í málið að ósekju og muni hann aðstoða embætti sérstaks saksóknara í málinu.


Tengdar fréttir

Sérstakur saksóknari aflaði gagna í húsleit hjá Byr

Menn á vegum Ólafs Haukssonar sérstaks saksóknara öfluðu gagna í húsleit í Byr í dag í framhaldi af rannsókn þeirri sem Fjármálaeftirlitið vísaði til sérstaks saksóknara varðandi eignarhaldsfélagið Exeter Holdings.

Húsleitin snýr ekki að bankanum eða starfsmönnum

Samkvæmt upplýsingum MP banka snýr húsleit embættis sérstaks saksóknara í bankanum í dag að ákveðnum viðskiptavinum bankans en ekki að bankanum sjálfum eða starfsmönnum hans. Bankinn hefur veitt allar umbeðnar upplýsingar og mun aðstoða embætti sérstaks saksóknara eftir föngum, að fram kemur í tilkynningu frá bankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×