Innlent

Aðildaviðræður um inngöngu í ESB hefjast ekki fyrr en í vor

Aðildarviðræður um inngöngu Íslands inn í ESB mun hefjast í fyrsta lagi í vor samkvæmt fréttastofu RÚV. Fundað var í dag um stækkun sambandsinsl og var meðal annars málefni Íslands rætt.

Það var Pat Gallagher, Evrópuþingmaður frá Írlandi og fulltrúi Evrópuþingsins í samningaviðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu, sem lét þessi orð falla á þinginu og sagði um leið að hann væri vongóður um að viðræðurnar yrðu einbeittar en umfram allt á vinsamlegum nótum.

Íslenska ríkisstjórnin hefur sagt að vonir stæðu til að aðildarviðræður gætu hafist strax í næsta mánuði.

Það virðist ekki vera raunhæft að mati þingmanna Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×