Innlent

57 milljarðar spöruðust í fyrra

Jarðhiti Efnahagsleg áhrif af nýtingu jarðhita lághitasvæða til húshitunar eru metin á 57 milljarða króna á árinu 2008.
Fréttablaðið/Heiða
Jarðhiti Efnahagsleg áhrif af nýtingu jarðhita lághitasvæða til húshitunar eru metin á 57 milljarða króna á árinu 2008. Fréttablaðið/Heiða

Íslenskt samfélag sparaði sér 57 milljarða króna árið 2008 með því að nýta jarðhita til húshitunar miðað við hvað kostað hefði að kynda hús með olíu. Þetta er niðurstaða útreikninga sem Orkustofnun hefur gert.

Jónas Ketilsson, jarðhitasérfræðingur hjá Orkustofnun, segir að miðað við 2% raunávöxtun hafi Íslendingar sparað sér 880 milljarða króna á núvirði frá 1970, með því að kynda hús með jarðhita samanborið við kostnað af olíukyndingu.

„Ef við tökum bara þá orku sem við erum að nýta í dag til húshitunar og yfirfærum á olíu þá fáum við þessar tölur,“ segir Jónas. Jafnvel þótt orkunotkun yrði eitthvað minni ef kynt væri með dýrari orkugjafa eins og olíu eða rafmagni sé sparnaðurinn gífurlegur.

- pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×