Innlent

Hættir störfum fyrir sjómenn

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sagði í gær af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir Félag skipstjórnarmanna og Farmanna- og fiskimannasamband Íslands (FSSÍ).

„Ég geri þetta með miklum trega," segir Björn. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sjómenn árum saman.

Háværar umræður urðu um fyrirhugað afnám sjómannaafsláttar á þingi FFSÍ í gær. Björn segir að fyrst hafi verið lagt til að hann yrði rekinn, en þar sem það hafi verið ólöglegt hafi annarra leiða verið leitað til að fá hann frá störfum. Hann hafi því ákveðið að taka ómakið af félögum sínum og hætta. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×