Styttri fæðingarorlof eða lægri greiðslur 29. nóvember 2009 19:04 Verðandi foreldrar munu standa frammi því vali að stytta fæðingarorlof sitt um mánuð eða þiggja sautján prósenta lægri greiðslu frá fæðingarorlofssjóði. Greiðslur úr fæðingarorlofssjóði verða skertar um 1200 milljónir á næsta ári. Fyrir fáeinum dögum stóð til að gera þ að með því að lækka hámarksgreiðslur til foreldra úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund og að greiðslurnar yrðu aldrei hærri en 75 prósent af launum yfir 200 þúsundum. Frá þessum áformum hefur verið horfið. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um mánuð. Þennan eina mánuð getur foreldri nýtt sér þegar barnið er tveggja eða þriggja ára. Yrði þá foreldraorlof sem þyrfti að taka í samráði við vinnuveitanda. Hugnist foreldrum ekki sú leið stendur þeim til boða að taka fullt orlof en greiðslur úr fæðingarorlofssjóði munu þó skerðast um einn mánuð. Þessi eini mánuður verður tekinn af þeim þremur mánuðum sem foreldrar eiga nú sameiginlega. 17% lægri greiðslur Tökum dæmi af einstæðri móður sem fær 250 þúsund krónur úr fæðingarorlofssjóði. Þetta þýðir að hún getur valið á milli þess að vera fimm mánuði með nýfæddu barni sínu eða taka fulla sex mánuði, þar sem greiðslurnar eru 17% lægri en gildandi lög kveða á um. „Málið er það ef þessi kona er tekjulág þá tekur hún ákvörðun og velur sex mánuði. Hennar fæðingarorlof skerðist tiltillögu lítið því hún er það tekjulág því verið að verja þann hóp. Sé hún aftur á móti í þeim aðstæðum að hún geti fundið aðrar leiðir út úr þessu og velja að fresta einum mánuði þá velur hún það," segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður félags- tryggingamálanefndar Alþingis. Mynd/GVA Illa ígrundaðar tillögur Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir hugmyndirnar illa ígrundaðar, ekki sé horft til barnanna sjálfra né aukinn kostnað sveitarfélaga, sem þurfi væntanlega að greiða meira í niðurgreiðslu til dagmæðra. Einhver þarf jú að sinna blessuðum börnunum. „Mér finnst í rauninni makalaust hvernig ríkisstjórnin er að fara inn í fæðingarorlofið. Þessi ríkisstjórn sem færði jafnréttismálin inn í forsætisráðuneytið til að undirstrika mikilvægi jafnréttismála en síðan er það eina sem henni dettur í hug í niðurskurði er að fara inn í fæðingarorlofssjóðinn í þriðja sinn," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sá sér ekki fært að veita viðtal vegna málsins en þau skilaboð bárust frá henni að búið væri að taka þá ákvörðun að vinna eftir þeim hugmyndum að stytta fæðingarorlof og vinna við frumvarp þess efnis hefjist á allra næstu dögum. Tengdar fréttir Foreldrar geymi síðasta mánuðinn í þrjú ár Ríkisstjórnin hefur fallið frá því að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um einn mánuð. 29. nóvember 2009 12:09 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Verðandi foreldrar munu standa frammi því vali að stytta fæðingarorlof sitt um mánuð eða þiggja sautján prósenta lægri greiðslu frá fæðingarorlofssjóði. Greiðslur úr fæðingarorlofssjóði verða skertar um 1200 milljónir á næsta ári. Fyrir fáeinum dögum stóð til að gera þ að með því að lækka hámarksgreiðslur til foreldra úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund og að greiðslurnar yrðu aldrei hærri en 75 prósent af launum yfir 200 þúsundum. Frá þessum áformum hefur verið horfið. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um mánuð. Þennan eina mánuð getur foreldri nýtt sér þegar barnið er tveggja eða þriggja ára. Yrði þá foreldraorlof sem þyrfti að taka í samráði við vinnuveitanda. Hugnist foreldrum ekki sú leið stendur þeim til boða að taka fullt orlof en greiðslur úr fæðingarorlofssjóði munu þó skerðast um einn mánuð. Þessi eini mánuður verður tekinn af þeim þremur mánuðum sem foreldrar eiga nú sameiginlega. 17% lægri greiðslur Tökum dæmi af einstæðri móður sem fær 250 þúsund krónur úr fæðingarorlofssjóði. Þetta þýðir að hún getur valið á milli þess að vera fimm mánuði með nýfæddu barni sínu eða taka fulla sex mánuði, þar sem greiðslurnar eru 17% lægri en gildandi lög kveða á um. „Málið er það ef þessi kona er tekjulág þá tekur hún ákvörðun og velur sex mánuði. Hennar fæðingarorlof skerðist tiltillögu lítið því hún er það tekjulág því verið að verja þann hóp. Sé hún aftur á móti í þeim aðstæðum að hún geti fundið aðrar leiðir út úr þessu og velja að fresta einum mánuði þá velur hún það," segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður félags- tryggingamálanefndar Alþingis. Mynd/GVA Illa ígrundaðar tillögur Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir hugmyndirnar illa ígrundaðar, ekki sé horft til barnanna sjálfra né aukinn kostnað sveitarfélaga, sem þurfi væntanlega að greiða meira í niðurgreiðslu til dagmæðra. Einhver þarf jú að sinna blessuðum börnunum. „Mér finnst í rauninni makalaust hvernig ríkisstjórnin er að fara inn í fæðingarorlofið. Þessi ríkisstjórn sem færði jafnréttismálin inn í forsætisráðuneytið til að undirstrika mikilvægi jafnréttismála en síðan er það eina sem henni dettur í hug í niðurskurði er að fara inn í fæðingarorlofssjóðinn í þriðja sinn," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sá sér ekki fært að veita viðtal vegna málsins en þau skilaboð bárust frá henni að búið væri að taka þá ákvörðun að vinna eftir þeim hugmyndum að stytta fæðingarorlof og vinna við frumvarp þess efnis hefjist á allra næstu dögum.
Tengdar fréttir Foreldrar geymi síðasta mánuðinn í þrjú ár Ríkisstjórnin hefur fallið frá því að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um einn mánuð. 29. nóvember 2009 12:09 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Foreldrar geymi síðasta mánuðinn í þrjú ár Ríkisstjórnin hefur fallið frá því að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður fæðingarorlof stytt um einn mánuð. 29. nóvember 2009 12:09