Geir Haarde verður 139 ára þegar almenningur verður upplýstur að fullu Höskuldur Kári Schram skrifar 1. desember 2009 18:38 Allt að 80 ára leynd mun hvíla á viðkvæmum upplýsingum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur haft til meðferðar í tengslum við skýrslu um bankahrunið. Um er ræða upplýsingar sem snerta launakjör einstaklinga og rekstur fyrirtækja. Forseti Alþingis segir að þetta muni ekki rýra gildi skýrslunnar. Rannsóknarnefnd Alþingis tók formlega til starfa um síðustu áramót en nefndinni er ætlað að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Nefndin átti upprunalega á að skila lokaskýrslu í nóvember en því var frestað um þrjá mánuði. Á því tímabili sem nefndin hefur starfað hefur hún kallað til sín fjölmargar lykilpersónur úr íslensku viðskipta og stjórnmálalífi undanfarinna ára. Fundirnir hafa þó allir verið haldnir fyrir lokuðum dyrum fjarri augum almennings og fjölmiðla. Skýrslu nefndarinnar hefur því verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir á Alþingi mun skýrslan ekki innihalda allar þær upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar. Þannig verður lokað á upplýsingar er snerta fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja í allt að 80 ár. Upplýsingarnar verða dulkóðaðar og geymdar í sérstökum gagnagrunni á þjóðskjalasafninu þangið til allri leynd hefur verið aflétt. Forseti Alþingis segir að aldrei hafi staðið til að birta allar þessar upplýsingar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „En auðvitað er Rannsóknarnefndin búin að fara í gegnum allar þessar upplýsinar og ég geri ráð fyrir því að hún birti allt sem þarf að birta í skýrslunni af þessum upplýsingum," segir Ásta Ragnheiður. Hún segir að skýrslan verði eins tæmandi eins og rannsóknarnefndin gat gert hana á þeim tíma sem henni var ætlaður til þess að vinna þetta. Allt það sem að rannsóknarnefndin telji að eigi að vera upplýst verði í skýrslunni Það verður því fyrst árið 2090 sem allar upplýsingar ættu að liggja fyrir opinberlega. Þá verður Davíð Oddsson 142 ára gamall, Geir H. Haarde, 139 ára, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 136 ára, Jón Ásgeir Jóhannesson, 122 og Björgólfur Guðmundsson, 149 ára gamall. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Allt að 80 ára leynd mun hvíla á viðkvæmum upplýsingum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur haft til meðferðar í tengslum við skýrslu um bankahrunið. Um er ræða upplýsingar sem snerta launakjör einstaklinga og rekstur fyrirtækja. Forseti Alþingis segir að þetta muni ekki rýra gildi skýrslunnar. Rannsóknarnefnd Alþingis tók formlega til starfa um síðustu áramót en nefndinni er ætlað að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Nefndin átti upprunalega á að skila lokaskýrslu í nóvember en því var frestað um þrjá mánuði. Á því tímabili sem nefndin hefur starfað hefur hún kallað til sín fjölmargar lykilpersónur úr íslensku viðskipta og stjórnmálalífi undanfarinna ára. Fundirnir hafa þó allir verið haldnir fyrir lokuðum dyrum fjarri augum almennings og fjölmiðla. Skýrslu nefndarinnar hefur því verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir á Alþingi mun skýrslan ekki innihalda allar þær upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar. Þannig verður lokað á upplýsingar er snerta fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja í allt að 80 ár. Upplýsingarnar verða dulkóðaðar og geymdar í sérstökum gagnagrunni á þjóðskjalasafninu þangið til allri leynd hefur verið aflétt. Forseti Alþingis segir að aldrei hafi staðið til að birta allar þessar upplýsingar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „En auðvitað er Rannsóknarnefndin búin að fara í gegnum allar þessar upplýsinar og ég geri ráð fyrir því að hún birti allt sem þarf að birta í skýrslunni af þessum upplýsingum," segir Ásta Ragnheiður. Hún segir að skýrslan verði eins tæmandi eins og rannsóknarnefndin gat gert hana á þeim tíma sem henni var ætlaður til þess að vinna þetta. Allt það sem að rannsóknarnefndin telji að eigi að vera upplýst verði í skýrslunni Það verður því fyrst árið 2090 sem allar upplýsingar ættu að liggja fyrir opinberlega. Þá verður Davíð Oddsson 142 ára gamall, Geir H. Haarde, 139 ára, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 136 ára, Jón Ásgeir Jóhannesson, 122 og Björgólfur Guðmundsson, 149 ára gamall.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira