Dráttarvextir næsta árs yfir 400 milljónir 2. desember 2009 06:45 Björn Zoëga, starfandi forstjóri LSH, og Hulda Gunnlaugsdóttir, sem er í árs leyfi, héldu starfsmannafund vegna niðurskurðar í apríl. fréttablaðið/stefán Allt útlit er fyrir að Landspítalinn hefji næsta starfsár sitt með neikvæðan höfuðstól sem nemur 2,8 milljörðum króna. Þetta þýðir mikinn fórnarkostnað. Bara dráttarvextir af ógreiddum skuldum gæti numið nokkur hundruð milljónum. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, útskýrir að um uppsafnaðan halla sé að ræða, aðallega skuldir við birgja. Bara gengistapið hafi verið 2,1 milljarður árið 2008 en milljarður hafi komið inn í reksturinn með fjáraukalögum á móti. „Þegar allt er talið enduðum við svo síðasta ár með 1,620 milljónir í mínus. Við höfum þurft að borga háa dráttarvexti. Eftir launagreiðslur höfum við ekki getað gert upp við birgjana sem selja okkur lyf og aðrar rekstrarvörur. Í ár stefnir í að mínusinn verði tólf hundruð milljónir til viðbótar. Uppsafnaður halli verður því 2,8 milljarðar króna eins og þetta lítur út núna.“ Gengistap Landspítalans er 900 milljónir króna í ár til viðbótar við 2,1 milljarð í fyrra. Því væri rekstur spítalans á pari ef ekki kæmi til fórnarkostnaður veikrar krónu. Björn segir að fjárhagsáætlanagerð verði að skoðast í þessu ljósi. Björn treystir sér ekki til að meta hversu háa upphæð spítalinn þarf að greiða vegna uppsafnaðra skulda á næsta ári. Til þess séu óvissuþættir of margir. Hins vegar greiðir spítalinn um 220 milljónir á þessu ári í dráttarvexti. Fljótt reiknað gæti sú upphæð nálgast 400 milljónir að óbreyttum forsendum. „Það verður há upphæð en þangað til á síðasta ári fékk stofnunin jafnan afslátt af dráttarvöxtum frá birgjum. En staða fyrirtækjanna er með þeim hætti núna að um það er ekki að ræða lengur.“ Vegna þess hversu mikil áhrif gengissveiflur hafa haft á rekstur spítalans ákvað heilbrigðisráðuneytið, að höfðu samráði við fjármálaráðuneytið, að spítalanum bæri ekki að jafna uppsafnaðan halla ársins í ár. Hins vegar metur Björn stöðuna fyrir næsta ár með þeim hætti að hagræðingarkrafan á spítalann hafi hækkað úr sex prósentum samkvæmt fjárlagafrumvarpinu í níu prósent. Þar vísar hann til 1.965 milljóna kröfu fjárlaga ásamt tólf hundruð milljóna halla ársins í ár. Björn telur það raunhæft markmið að ná hagræðingu sem nemur 3,2 milljörðum. „En það er alveg ljóst að það kemur niður á þjónustu, það sjá það allir.“ svavar@frettabladid.is Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Allt útlit er fyrir að Landspítalinn hefji næsta starfsár sitt með neikvæðan höfuðstól sem nemur 2,8 milljörðum króna. Þetta þýðir mikinn fórnarkostnað. Bara dráttarvextir af ógreiddum skuldum gæti numið nokkur hundruð milljónum. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, útskýrir að um uppsafnaðan halla sé að ræða, aðallega skuldir við birgja. Bara gengistapið hafi verið 2,1 milljarður árið 2008 en milljarður hafi komið inn í reksturinn með fjáraukalögum á móti. „Þegar allt er talið enduðum við svo síðasta ár með 1,620 milljónir í mínus. Við höfum þurft að borga háa dráttarvexti. Eftir launagreiðslur höfum við ekki getað gert upp við birgjana sem selja okkur lyf og aðrar rekstrarvörur. Í ár stefnir í að mínusinn verði tólf hundruð milljónir til viðbótar. Uppsafnaður halli verður því 2,8 milljarðar króna eins og þetta lítur út núna.“ Gengistap Landspítalans er 900 milljónir króna í ár til viðbótar við 2,1 milljarð í fyrra. Því væri rekstur spítalans á pari ef ekki kæmi til fórnarkostnaður veikrar krónu. Björn segir að fjárhagsáætlanagerð verði að skoðast í þessu ljósi. Björn treystir sér ekki til að meta hversu háa upphæð spítalinn þarf að greiða vegna uppsafnaðra skulda á næsta ári. Til þess séu óvissuþættir of margir. Hins vegar greiðir spítalinn um 220 milljónir á þessu ári í dráttarvexti. Fljótt reiknað gæti sú upphæð nálgast 400 milljónir að óbreyttum forsendum. „Það verður há upphæð en þangað til á síðasta ári fékk stofnunin jafnan afslátt af dráttarvöxtum frá birgjum. En staða fyrirtækjanna er með þeim hætti núna að um það er ekki að ræða lengur.“ Vegna þess hversu mikil áhrif gengissveiflur hafa haft á rekstur spítalans ákvað heilbrigðisráðuneytið, að höfðu samráði við fjármálaráðuneytið, að spítalanum bæri ekki að jafna uppsafnaðan halla ársins í ár. Hins vegar metur Björn stöðuna fyrir næsta ár með þeim hætti að hagræðingarkrafan á spítalann hafi hækkað úr sex prósentum samkvæmt fjárlagafrumvarpinu í níu prósent. Þar vísar hann til 1.965 milljóna kröfu fjárlaga ásamt tólf hundruð milljóna halla ársins í ár. Björn telur það raunhæft markmið að ná hagræðingu sem nemur 3,2 milljörðum. „En það er alveg ljóst að það kemur niður á þjónustu, það sjá það allir.“ svavar@frettabladid.is
Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira