Viðskipti innlent

Verð íslenskra sjávarafurða rýkur upp

Verð fyrir íslenskar sjávarafurðir hefur snarhækkað í erlendum gjaldeyri talið. Hækkunin á síðasta fiskveiðiári, sem lauk um mánaðamótin júlí-ágúst, nam röskum 45 prósentum frá fyrra fiskveiðiári, en magnið jókst aðeins um fimm prósent. Á næst síðasta fiskveiðiári varð veruleg lækkun, eftir óeðlilega verðbólu árið áður. Verðlagið núna er álíka og það var um mitt ár 2006, sem fiskútflytjendur telja mjög viðunandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×