Bjartsýnn á horfurnar 2. desember 2009 06:00 Stjórnarformaður CCP telur líklegt að Íslendingar verði búnir að ná vopnum sínum aftur eftir fimm ár. Markaðurinn/Arnþór „Ég var mjög svartsýnn á horfur hér á árabilinu 2007 til 2008. En nú er ég bjartsýnn á okkar ágæta land," segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP og Verne Holding. Vilhjálmur segist hafa dregið þessa ályktun eftir að hann kynnti sér stöðu efnahagsmála í heiminum um þessar mundir. „Við Íslendingar erum að fara í gegnum mikla hreinsun og munum standa uppi með hagkerfi sem skuldar tiltölulega lítið erlendis þegar upp verður staðið," segir hann og bendir á að skuldaklafinn hér sé ekki meiri en önnur lönd beri á herðum sér. Lífeyrisskuldbindingar séu nánast fullfjármagnaðar og þjóðin sé ung og vel menntuð. „Skuldirnar eru minni en menn hafa haldið. Mér sýnist að nettóskuldir þjóðarbúsins í lok þessa árs kunni að verða 35 prósent af landsframleiðslu. Það er ekki mikið í alþjóðlegum samanburði," segir Vilhjálmur, sem telur mikilvægt að leysa úr gjaldeyriskreppunni eins fljótt og auðið er nú þegar hilli undir að bankakreppunni sé að ljúka. Lykillinn að því sé að hefja samstarf við evrópska seðlabankann um gjaldmiðlastuðning við íslenska seðlabankann. Hann telur ekki útilokað að eftir fimm ár hafi hér verið tekið upp myntsamstarf við Evrópusambandið með tengingu krónu við gengi evru, ef ekki landið komið langleiðina í Evrópusambandið. Vilhjálmur bendir á að hér séu gríðarlegar náttúrulegar auðlindir sem muni verða afar verðmætar á komandi árum. Hann nefnir sérstaklega að eftir rúm þrjú ár verði tekið upp nýtt kerfi innan Evrópusambandsins til að versla með kolefnislosunarheimildir. „Ég tel að margir muni leita eftir því að koma hingað með ýmis not fyrir græna orku. Við eigum möguleika á því að verðleggja okkar orku hærra eftir því sem á líður," segir Vilhjálmur. „Þá er margt spennandi að gerast í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, og sem betur fer eigum við ennþá frumkvöðla sem eru fullir af eldmóði. Ég tel að eftir fimm ár verðum við búin að ná vopnum okkar aftur." Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Ég var mjög svartsýnn á horfur hér á árabilinu 2007 til 2008. En nú er ég bjartsýnn á okkar ágæta land," segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP og Verne Holding. Vilhjálmur segist hafa dregið þessa ályktun eftir að hann kynnti sér stöðu efnahagsmála í heiminum um þessar mundir. „Við Íslendingar erum að fara í gegnum mikla hreinsun og munum standa uppi með hagkerfi sem skuldar tiltölulega lítið erlendis þegar upp verður staðið," segir hann og bendir á að skuldaklafinn hér sé ekki meiri en önnur lönd beri á herðum sér. Lífeyrisskuldbindingar séu nánast fullfjármagnaðar og þjóðin sé ung og vel menntuð. „Skuldirnar eru minni en menn hafa haldið. Mér sýnist að nettóskuldir þjóðarbúsins í lok þessa árs kunni að verða 35 prósent af landsframleiðslu. Það er ekki mikið í alþjóðlegum samanburði," segir Vilhjálmur, sem telur mikilvægt að leysa úr gjaldeyriskreppunni eins fljótt og auðið er nú þegar hilli undir að bankakreppunni sé að ljúka. Lykillinn að því sé að hefja samstarf við evrópska seðlabankann um gjaldmiðlastuðning við íslenska seðlabankann. Hann telur ekki útilokað að eftir fimm ár hafi hér verið tekið upp myntsamstarf við Evrópusambandið með tengingu krónu við gengi evru, ef ekki landið komið langleiðina í Evrópusambandið. Vilhjálmur bendir á að hér séu gríðarlegar náttúrulegar auðlindir sem muni verða afar verðmætar á komandi árum. Hann nefnir sérstaklega að eftir rúm þrjú ár verði tekið upp nýtt kerfi innan Evrópusambandsins til að versla með kolefnislosunarheimildir. „Ég tel að margir muni leita eftir því að koma hingað með ýmis not fyrir græna orku. Við eigum möguleika á því að verðleggja okkar orku hærra eftir því sem á líður," segir Vilhjálmur. „Þá er margt spennandi að gerast í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, og sem betur fer eigum við ennþá frumkvöðla sem eru fullir af eldmóði. Ég tel að eftir fimm ár verðum við búin að ná vopnum okkar aftur."
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira