NIB hækkar vexti umtalsvert til íslenskra lánshafa 3. desember 2009 00:01 Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) sendi nokkrum sveitarfélögum og Lánasjóði sveitarfélaga erindi um að vextir á þeim lánum sem komin væru til endurskoðunar yrðu hækkaðir umtalsvert. Ástæðan væri verra lánshæfismat. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að í nokkrum tilvikum hafi tilskilins tilkynningarfrests ekki verið gætt og vaxtahækkun á þeim lánum frestist því. Tilkynna þarf um vaxtabreytingar með 45 daga fyrirvara. Fjármálaráðherra fundaði með fulltrúum bankans í gær og embættismenn í kjölfarið. „Við töldum ástæðu til að funda með fjárfestingarbankanum bæði vegna þessa og annarra mála sem varða samskipti Íslands og bankans," segir Guðmundur. Þar er vísað til mála sem snúa að óskum bankans um lán hans til gömlu bankanna. Fjármálaráðherrar Norðurlandanna funda á morgun og segir Guðmundur líklegt að málið verði rætt þar. Orkuveita Reykjavíkur er greiðandi tveggja lána sem Reykjavíkurborg tók á sínum tíma, en þau fluttust til fyrirtækisins með veituverkefnum. Anna Skúladóttir fjármálastjóri staðfestir að bankinn hafi tilkynnt hækkun, en vill ekki tilgreina hve mikla. „Þeir vildu hækka um töluvert marga punkta." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var um margfalda hækkun vaxtaprósentunnar að ræða. Bankinn er sameign Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og situr Þorsteinn Þorsteinsson í stjórn hans fyrir Íslands hönd. Hann var staddur erlendis í gær og náðist ekki í hann. Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, vildi ekki tjá sig um málið. Lánasjóðurinn hefði staðið við allar sínar skuldbindingar. Ríkisútvarpið greindi frá því í júlí að bankinn væri hættur að lána íslenskum fyrirtækjum. Helmingur af tapi bankans á síðasta ári hafi verið vegna íslenskra lána. Heildartapið nam 145 milljónum evra, um 26,5 milljörðum króna að núvirði.- kóp Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Boðaði til starfsmannafundar Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar, sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) sendi nokkrum sveitarfélögum og Lánasjóði sveitarfélaga erindi um að vextir á þeim lánum sem komin væru til endurskoðunar yrðu hækkaðir umtalsvert. Ástæðan væri verra lánshæfismat. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að í nokkrum tilvikum hafi tilskilins tilkynningarfrests ekki verið gætt og vaxtahækkun á þeim lánum frestist því. Tilkynna þarf um vaxtabreytingar með 45 daga fyrirvara. Fjármálaráðherra fundaði með fulltrúum bankans í gær og embættismenn í kjölfarið. „Við töldum ástæðu til að funda með fjárfestingarbankanum bæði vegna þessa og annarra mála sem varða samskipti Íslands og bankans," segir Guðmundur. Þar er vísað til mála sem snúa að óskum bankans um lán hans til gömlu bankanna. Fjármálaráðherrar Norðurlandanna funda á morgun og segir Guðmundur líklegt að málið verði rætt þar. Orkuveita Reykjavíkur er greiðandi tveggja lána sem Reykjavíkurborg tók á sínum tíma, en þau fluttust til fyrirtækisins með veituverkefnum. Anna Skúladóttir fjármálastjóri staðfestir að bankinn hafi tilkynnt hækkun, en vill ekki tilgreina hve mikla. „Þeir vildu hækka um töluvert marga punkta." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var um margfalda hækkun vaxtaprósentunnar að ræða. Bankinn er sameign Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og situr Þorsteinn Þorsteinsson í stjórn hans fyrir Íslands hönd. Hann var staddur erlendis í gær og náðist ekki í hann. Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, vildi ekki tjá sig um málið. Lánasjóðurinn hefði staðið við allar sínar skuldbindingar. Ríkisútvarpið greindi frá því í júlí að bankinn væri hættur að lána íslenskum fyrirtækjum. Helmingur af tapi bankans á síðasta ári hafi verið vegna íslenskra lána. Heildartapið nam 145 milljónum evra, um 26,5 milljörðum króna að núvirði.- kóp
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Boðaði til starfsmannafundar Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar, sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira