NIB hækkar vexti umtalsvert til íslenskra lánshafa 3. desember 2009 00:01 Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) sendi nokkrum sveitarfélögum og Lánasjóði sveitarfélaga erindi um að vextir á þeim lánum sem komin væru til endurskoðunar yrðu hækkaðir umtalsvert. Ástæðan væri verra lánshæfismat. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að í nokkrum tilvikum hafi tilskilins tilkynningarfrests ekki verið gætt og vaxtahækkun á þeim lánum frestist því. Tilkynna þarf um vaxtabreytingar með 45 daga fyrirvara. Fjármálaráðherra fundaði með fulltrúum bankans í gær og embættismenn í kjölfarið. „Við töldum ástæðu til að funda með fjárfestingarbankanum bæði vegna þessa og annarra mála sem varða samskipti Íslands og bankans," segir Guðmundur. Þar er vísað til mála sem snúa að óskum bankans um lán hans til gömlu bankanna. Fjármálaráðherrar Norðurlandanna funda á morgun og segir Guðmundur líklegt að málið verði rætt þar. Orkuveita Reykjavíkur er greiðandi tveggja lána sem Reykjavíkurborg tók á sínum tíma, en þau fluttust til fyrirtækisins með veituverkefnum. Anna Skúladóttir fjármálastjóri staðfestir að bankinn hafi tilkynnt hækkun, en vill ekki tilgreina hve mikla. „Þeir vildu hækka um töluvert marga punkta." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var um margfalda hækkun vaxtaprósentunnar að ræða. Bankinn er sameign Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og situr Þorsteinn Þorsteinsson í stjórn hans fyrir Íslands hönd. Hann var staddur erlendis í gær og náðist ekki í hann. Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, vildi ekki tjá sig um málið. Lánasjóðurinn hefði staðið við allar sínar skuldbindingar. Ríkisútvarpið greindi frá því í júlí að bankinn væri hættur að lána íslenskum fyrirtækjum. Helmingur af tapi bankans á síðasta ári hafi verið vegna íslenskra lána. Heildartapið nam 145 milljónum evra, um 26,5 milljörðum króna að núvirði.- kóp Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) sendi nokkrum sveitarfélögum og Lánasjóði sveitarfélaga erindi um að vextir á þeim lánum sem komin væru til endurskoðunar yrðu hækkaðir umtalsvert. Ástæðan væri verra lánshæfismat. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að í nokkrum tilvikum hafi tilskilins tilkynningarfrests ekki verið gætt og vaxtahækkun á þeim lánum frestist því. Tilkynna þarf um vaxtabreytingar með 45 daga fyrirvara. Fjármálaráðherra fundaði með fulltrúum bankans í gær og embættismenn í kjölfarið. „Við töldum ástæðu til að funda með fjárfestingarbankanum bæði vegna þessa og annarra mála sem varða samskipti Íslands og bankans," segir Guðmundur. Þar er vísað til mála sem snúa að óskum bankans um lán hans til gömlu bankanna. Fjármálaráðherrar Norðurlandanna funda á morgun og segir Guðmundur líklegt að málið verði rætt þar. Orkuveita Reykjavíkur er greiðandi tveggja lána sem Reykjavíkurborg tók á sínum tíma, en þau fluttust til fyrirtækisins með veituverkefnum. Anna Skúladóttir fjármálastjóri staðfestir að bankinn hafi tilkynnt hækkun, en vill ekki tilgreina hve mikla. „Þeir vildu hækka um töluvert marga punkta." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var um margfalda hækkun vaxtaprósentunnar að ræða. Bankinn er sameign Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og situr Þorsteinn Þorsteinsson í stjórn hans fyrir Íslands hönd. Hann var staddur erlendis í gær og náðist ekki í hann. Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, vildi ekki tjá sig um málið. Lánasjóðurinn hefði staðið við allar sínar skuldbindingar. Ríkisútvarpið greindi frá því í júlí að bankinn væri hættur að lána íslenskum fyrirtækjum. Helmingur af tapi bankans á síðasta ári hafi verið vegna íslenskra lána. Heildartapið nam 145 milljónum evra, um 26,5 milljörðum króna að núvirði.- kóp
Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira