Roger Boyes: Jón Ásgeir og Davíð haga sér eins og leikskólabörn 6. desember 2009 14:06 Roger Boyes. „Þetta var leikhús fáránleikans," lýsir Roger Boyes, rithöfundur og fréttaritari The Times í London, hruninu á Íslandi eins og það kom honum fyrir sjónir þegar hann var staddur hér á landi í október á síðasta ári. Roger var í viðtali við Egil Helgason í Silfri Egils í hádeginu. Hann hefur meðal annars skrifað bókina Meltdown Iceland sem fjallar um íslenska hrunið. Hann segir ástandið hér hafa verið á pari við stríðsástand í þeim skilningi að allt hrundi. Roger trúir því að Ísland hafi verið veikburða og að það hafi verið svikið af Sjálfstæðisflokknum. Hann gerir mikið úr hlut Davíðs Oddssonar, fyrrum forsætisráðherra og seðlabankastjóra í hruninu. Að mati Rogers verður ríkisvaldið að vera öflugt til þess að takast á við markaðsvæðingu eins og varð á Íslandi. Það hafi ekki verið raunin hér. Í viðtalinu segir Roger að Íslandi hafi verið verulega illa stjórnað af fólki eins og Davíð. Hann fer hörðum höndum um fyrrum forsætisráðherrann, sem nú starfar sem ritstjóri Morgunblaðsins. Hann segir eftirlitstofnanir hafi verið veikar og að á vissan hátt hafi ríkisstjórnin, leidd af Sjálfstæðisflokknum, sagt sig frá ábyrgri stjórn. Hann gerir svo átökin á milli Davíðs og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að umtalsefni. Hann líkir persónum þeirra í rauninni við sitthvora hliðina á sama peningnum. Munurinn var sá að Jón var drifinn áfram af græðgi og Davíð af óstjórn að mati Rogers. „Þeir lásu í raun sömu nóturnar," segir Roger sem telur þá báða hafa haft nútímavæðingu og hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, þó með verulega ólíkum áherslum. Að vissu leiti hafi þeim líka tekist ætlunarverk sitt í þágu þjóðarinnar. Hann líkir átökum þeirra við slagsmál leikskólabarna en getur ekki svarað því til hversvegna þeir elduðu svo grátt silfur - og gera enn. Hann telur ástæðuna hugsanlega að finna í því að Davíð missti stjórn á markaðsbyltingunni og í hendurnar á óhefluðum kapitalistum. Þá telur hann að þeir hafi teymt þjóðina fram af bjarginu í sameiningu, hönd í hönd, Davíð og Jón. Roger segir Jón Ásgeir vera nokkurskonar holdgervingu skeytingaleysis en bendir á að hann sé ekki ósvipaður öðrum alþjóðalegum viðskiptamönnum. Þeir taki mikla áhættu og stundi sín viðskipti vopnaðir fartölvum í hótelanddyrum. Hann segir Jón Ásgeir hafa skautað hratt á þunnum ís; þegar hann hægði á sér brast undan honum og hann féll í vökina. Roger segir að yfirvofandi hrun íslenska hagkerfisins hafi blasað við strax árið 2006. Öllum öðrum en Íslendingum að sjálfsögðu. Hann segir vandann að mestu heimatilbúinn og Íslendingar geti aðeins kennt sér sjálfum um hvernig fór. Þá birtir Roger samtal Árna M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, og Alistair Dalings, fjármálaráðherra Bretlands í bók sinni. Roger segist hafa gert það til þess að sýna Bretum af hvaða skeytingaleysi breskir ráðamenn nálguðust málið. Hann bendir á að Darling hafi í raun ekkert viljað tala við Árna, byrjaði á að kalla hann vitlausu nafni og svo virtist vera sem hann vildi bara kom þessum karli út í horn. „Ég vildi bara sýna hvað Bretar voru hrokafullir gagnvart Íslendingum," segir Roger. Þá sagði hann í viðtalinu að Íslendingar gætu hugsanlega orðið fyrsta þjóðin til þess að vinna sig út úr fjármálakreppunni. Honum þótti það snilldarbragð að fá Evu Joly til þess að aðstoða sérstakan saksóknara og bendir á að margar aðrar þjóðir ættu að gera slíkt hið sama en eru varla farnar að velta því fyrir sér. Hann er því bjartsýnn á framtíð íslensku þjóðarinnar. Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
„Þetta var leikhús fáránleikans," lýsir Roger Boyes, rithöfundur og fréttaritari The Times í London, hruninu á Íslandi eins og það kom honum fyrir sjónir þegar hann var staddur hér á landi í október á síðasta ári. Roger var í viðtali við Egil Helgason í Silfri Egils í hádeginu. Hann hefur meðal annars skrifað bókina Meltdown Iceland sem fjallar um íslenska hrunið. Hann segir ástandið hér hafa verið á pari við stríðsástand í þeim skilningi að allt hrundi. Roger trúir því að Ísland hafi verið veikburða og að það hafi verið svikið af Sjálfstæðisflokknum. Hann gerir mikið úr hlut Davíðs Oddssonar, fyrrum forsætisráðherra og seðlabankastjóra í hruninu. Að mati Rogers verður ríkisvaldið að vera öflugt til þess að takast á við markaðsvæðingu eins og varð á Íslandi. Það hafi ekki verið raunin hér. Í viðtalinu segir Roger að Íslandi hafi verið verulega illa stjórnað af fólki eins og Davíð. Hann fer hörðum höndum um fyrrum forsætisráðherrann, sem nú starfar sem ritstjóri Morgunblaðsins. Hann segir eftirlitstofnanir hafi verið veikar og að á vissan hátt hafi ríkisstjórnin, leidd af Sjálfstæðisflokknum, sagt sig frá ábyrgri stjórn. Hann gerir svo átökin á milli Davíðs og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að umtalsefni. Hann líkir persónum þeirra í rauninni við sitthvora hliðina á sama peningnum. Munurinn var sá að Jón var drifinn áfram af græðgi og Davíð af óstjórn að mati Rogers. „Þeir lásu í raun sömu nóturnar," segir Roger sem telur þá báða hafa haft nútímavæðingu og hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, þó með verulega ólíkum áherslum. Að vissu leiti hafi þeim líka tekist ætlunarverk sitt í þágu þjóðarinnar. Hann líkir átökum þeirra við slagsmál leikskólabarna en getur ekki svarað því til hversvegna þeir elduðu svo grátt silfur - og gera enn. Hann telur ástæðuna hugsanlega að finna í því að Davíð missti stjórn á markaðsbyltingunni og í hendurnar á óhefluðum kapitalistum. Þá telur hann að þeir hafi teymt þjóðina fram af bjarginu í sameiningu, hönd í hönd, Davíð og Jón. Roger segir Jón Ásgeir vera nokkurskonar holdgervingu skeytingaleysis en bendir á að hann sé ekki ósvipaður öðrum alþjóðalegum viðskiptamönnum. Þeir taki mikla áhættu og stundi sín viðskipti vopnaðir fartölvum í hótelanddyrum. Hann segir Jón Ásgeir hafa skautað hratt á þunnum ís; þegar hann hægði á sér brast undan honum og hann féll í vökina. Roger segir að yfirvofandi hrun íslenska hagkerfisins hafi blasað við strax árið 2006. Öllum öðrum en Íslendingum að sjálfsögðu. Hann segir vandann að mestu heimatilbúinn og Íslendingar geti aðeins kennt sér sjálfum um hvernig fór. Þá birtir Roger samtal Árna M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, og Alistair Dalings, fjármálaráðherra Bretlands í bók sinni. Roger segist hafa gert það til þess að sýna Bretum af hvaða skeytingaleysi breskir ráðamenn nálguðust málið. Hann bendir á að Darling hafi í raun ekkert viljað tala við Árna, byrjaði á að kalla hann vitlausu nafni og svo virtist vera sem hann vildi bara kom þessum karli út í horn. „Ég vildi bara sýna hvað Bretar voru hrokafullir gagnvart Íslendingum," segir Roger. Þá sagði hann í viðtalinu að Íslendingar gætu hugsanlega orðið fyrsta þjóðin til þess að vinna sig út úr fjármálakreppunni. Honum þótti það snilldarbragð að fá Evu Joly til þess að aðstoða sérstakan saksóknara og bendir á að margar aðrar þjóðir ættu að gera slíkt hið sama en eru varla farnar að velta því fyrir sér. Hann er því bjartsýnn á framtíð íslensku þjóðarinnar.
Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira