Innlent

Þurfa 1.875 upprunavottorð

Útflutningur á litlu magni af ferskfiski getur útheimt gríðarlega skriffinnsku taki ný reglugerð gildi.
fréttablaðið/gva
Útflutningur á litlu magni af ferskfiski getur útheimt gríðarlega skriffinnsku taki ný reglugerð gildi. fréttablaðið/gva

Norskir útflytjendur standa nú frammi fyrir því að útflutningur á óverulegu magni af fiski getur kallað á gríðarlegt flóð vottorða vegna hertra reglna Evrópusambandsins. Þetta kemur til vegna tilrauna til þess að stemma stigu við ólöglegum fiskveiðum.

Reglugerð þar að lútandi tekur gildi þann 1. janúar næstkomandi. Eftir breytinguna eru dæmi um að framvísa gæti þurft 1.875 upprunavottorðum vegna útflutnings fimm tonna af blönduðum fiski frá Noregi til kaupanda í Þýskalandi.

Þetta kemur fram í frétt vefmiðilsins IntraFish þar sem rætt er við þá Matthias Keller, framkvæmdastjóra samtaka fiskvinnslustöðva í Þýskalandi, og Jurgen Meinert, framkvæmdastjóra samtaka framleiðenda sjávarafurða í Noregi.

Meinert segir breytingarnar kalla á „pappírsflóð“ og Keller segir það orðið augljóst að ógerningur sé að uppfylla þær kröfur sem ætlað er að ná fram með breytingunum.

Samkvæmt tilkynningu frá sjávar­útvegsráðuneytinu hafa íslensk stjórnvöld óskað eftir upplýsingum frá framkvæmdastjórn ESB um um hvernig framkvæmd umræddrar reglugerðar ESB verður háttað í aðildarríkjum sambandsins. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×