Enski boltinn

Reading og Esbjerg hafa komist að samkomulagi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í leik með Reading.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í leik með Reading. Mynd/Daníel

Enska B-deildarliðið Reading og Esbjerg frá Danmörku hafa komist að samkomulagi um að Gunnar Heiðar Þorvaldsson fari á láni til Reading frá og með næstu áramótum.

Þetta staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Gunnars Heiðars, í samtali við Vísi í dag. Hann segir að nú standi yfir samningaviðræður milli Gunnars Heiðars og Reading.

„Það er fyrirhugað að fara út á mánudaginn næsta. Þá verður farið í læknisskoðun og vonandi gengið frá samningum," sagði Ólafur. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að þetta takist ekki," bætti hann við.

Gunnar Heiðar hefur afar fá tækifæri fengið með Esbjerg á þessu ári en hann kom til félagsins frá Hannover 96 í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×