Áhrif kreppunnar vægari hér en flestir bjuggust við 7. desember 2009 11:56 Í heild virðast áhrif kreppunnar hér á landi enn sem komið er öllu vægari en flestir höfðu búist við. Samdráttur landsframleiðslunnar (VLF) á fyrstu 9 mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra var 6%, og virðist líklegast að samdráttur á árinu í heild verði nokkru minni en þau 8,5% sem Seðlabankinn spáði í síðasta mánuði.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að til samanburðar var samdrátturinn á sama tímabili 4,6% á evrusvæði, 5,2% í Bretlandi, 3,2% í Bandaríkjunum og 6,6% í Japan. Á komandi fjórðungum mun væntanlega draga jafnt og þétt úr samdrættinum á ársgrundvelli.Á móti mun þó að sama skapi draga úr jákvæðu framlagi utanríkisviðskipta til hagvaxtar. Telur greiningin líklegast að botninum í þróun VLF verði náð á fyrri hluta næsta árs og að í kjölfarið muni hagkerfið taka að rétta hægt og bítandi úr kútnum.Greining fjallar um tölur Hagstofunnar í morgun um landsframleiðsluna. Segir í Morgunkornunu að þótt enn magnist samdráttur í hagkerfinu séu vísbendingar um að botninn hvað það varðar kunni að vera skammt undan.Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu dróst VLF saman um 7,2% á þriðja ársfjórðungi frá sama tíma í fyrra. Er það mesti samdráttur milli ára sam mælst hefur undanfarinn áratug. Samdrátturinn á sér rót í ríflega 22% samdrætti þjóðarútgjalda á meðan framlag utanríkisviðskipta var jákvætt á tímabilinu.Einkaneysla dróst saman um 13% á milli ára, samneysla um 1,4% og fjármunamyndun um ríflega 48%. Athygli vekur að fjárfesting bæði atvinnuvega sem í íbúðarhúsnæði skrapp saman um hátt á sjötta tug prósenta á milli ára á meðan fjármunamyndun hins opinbera minnkaði um fimmtung.Bætist þessi samdráttur við þann þriðjungs samdrátt í atvinnuvegafjárfestingu og fjórðungs samdrátt í íbúðafjárfestingu sem mældist á 3. fjórðungi í fyrra, og þannig hefur atvinnuvegafjárfesting skroppið saman um ríflega 70% og íbúðafjárfesting um tæp 64% frá síðsumardögum árið 2007. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Í heild virðast áhrif kreppunnar hér á landi enn sem komið er öllu vægari en flestir höfðu búist við. Samdráttur landsframleiðslunnar (VLF) á fyrstu 9 mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra var 6%, og virðist líklegast að samdráttur á árinu í heild verði nokkru minni en þau 8,5% sem Seðlabankinn spáði í síðasta mánuði.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að til samanburðar var samdrátturinn á sama tímabili 4,6% á evrusvæði, 5,2% í Bretlandi, 3,2% í Bandaríkjunum og 6,6% í Japan. Á komandi fjórðungum mun væntanlega draga jafnt og þétt úr samdrættinum á ársgrundvelli.Á móti mun þó að sama skapi draga úr jákvæðu framlagi utanríkisviðskipta til hagvaxtar. Telur greiningin líklegast að botninum í þróun VLF verði náð á fyrri hluta næsta árs og að í kjölfarið muni hagkerfið taka að rétta hægt og bítandi úr kútnum.Greining fjallar um tölur Hagstofunnar í morgun um landsframleiðsluna. Segir í Morgunkornunu að þótt enn magnist samdráttur í hagkerfinu séu vísbendingar um að botninn hvað það varðar kunni að vera skammt undan.Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu dróst VLF saman um 7,2% á þriðja ársfjórðungi frá sama tíma í fyrra. Er það mesti samdráttur milli ára sam mælst hefur undanfarinn áratug. Samdrátturinn á sér rót í ríflega 22% samdrætti þjóðarútgjalda á meðan framlag utanríkisviðskipta var jákvætt á tímabilinu.Einkaneysla dróst saman um 13% á milli ára, samneysla um 1,4% og fjármunamyndun um ríflega 48%. Athygli vekur að fjárfesting bæði atvinnuvega sem í íbúðarhúsnæði skrapp saman um hátt á sjötta tug prósenta á milli ára á meðan fjármunamyndun hins opinbera minnkaði um fimmtung.Bætist þessi samdráttur við þann þriðjungs samdrátt í atvinnuvegafjárfestingu og fjórðungs samdrátt í íbúðafjárfestingu sem mældist á 3. fjórðungi í fyrra, og þannig hefur atvinnuvegafjárfesting skroppið saman um ríflega 70% og íbúðafjárfesting um tæp 64% frá síðsumardögum árið 2007.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira