Hefur lagt fram 14 frumvörp um breytingar á fjármálamarkaði 8. desember 2009 15:04 Efnahags- og viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, hefur að undanförnu lagt fram á Alþingi 14 frumvörp til laga og breytinga á gildandi lögum. Meðal annars er um að ræða breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög sem ætlað er að auka jafnræði hluthafa, gagnsæi í eignarhaldi og jafnrétti í stjórnum og framkvæmdastjórn fyrirtækja.Í tilkynningu segir að þá séu lagðar til viðamiklar breytingar á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði og grunnur er lagður að framtíðarkerfi innstæðutrygginga, svo fátt eitt sé nefnt. Meðal annarra mála sem ráðherra hyggst leggja fyrir í desember er umfangsmikið frumvarp byggt á gagngerri endurskoðun á lögum um starfsemi fjármálafyrirtækja.Brýnt er að auka gagnsæi á eignarhaldi og atkvæðisrétti hluthafa í íslenskum hlutafélögum, í ljósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið undanfarna mánuði. Með lagabreytingunum er ætlunin að styrkja til muna gildandi reglur um starfsemi hlutafélaga og einkahlutafélaga, þannig að hlutaskrá geymi á hverjum tíma réttar upplýsingar um hluthafa,hlutafjáreign þeirra og atkvæðisrétt. M.a. eru lagðar ríkar skyldur á stjórnir félaganna að sjá til þess að hlutaskráin geymi á hverjum tíma réttar upplýsingar um þessi atriði.Þá hefur ráðherra einnig lagt fram frumvarp til innleiðingar á EES-reglum sem ætlað er að auka réttindi og áhrif hluthafa í félögum sem hafa skráð skuldabréf eða hlutabréf á skipulegum verðbréfamarkaði.Frumvarp ráðherra til breytinga á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði er byggt á ítarlegri endurskoðun á gildandi lögum sem fram fór í kjölfar hruns stærstu viðskiptabankanna. Nefnd sem ráðherra skipaði í vor endurskoðaði allt regluverkið og gerði tillögur að breytingum á ákvæðum um fjárfestingarheimildir, eignarhald, óhæði rekstrarfélaga, lagaumhverfi fagfjárfestasjóða o.fl. Þá er ætlunin að innleiða nauðsynlegar breytingar sem fram koma í tilskipunum ESB um sameiginlega fjárfestingu.Meðal þess sem tekið er á í frumvarpinu eru tengsl rekstrarfélaga sjóða, móðurfélaga rekstrarfélaga og vörslufyrirtækja. Einnig eru settar fram mun skýrari reglur og hömlur á fjárfestingu í einstökum félögum eða tengdum aðilum, en sem kunnugt er hefur komið fram mikil gagnrýni á áhættusækin viðskipti með verðbréf aðila sem voru tengdir innbyrðis eða tengdir rekstrarfélögum og vörslufyrirtækjum peningamarkaðsjóðanna fyrir hrun.Tilgangur frumvarpsins um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta er að innleiða breytingar á tryggingarkerfinu til samræmis við breytingar á regluverki Evrópusambandsins. Þá kalla þær ábyrgðir sem fallið hafa á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta á heildarendurskoðun á lögunum. Ný lög hafa hinsvegar engin áhrif á fyrri og ítrekaðar yfirlýsingar ríkisstjórna um að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi séu tryggðar að fullu. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, hefur að undanförnu lagt fram á Alþingi 14 frumvörp til laga og breytinga á gildandi lögum. Meðal annars er um að ræða breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög sem ætlað er að auka jafnræði hluthafa, gagnsæi í eignarhaldi og jafnrétti í stjórnum og framkvæmdastjórn fyrirtækja.Í tilkynningu segir að þá séu lagðar til viðamiklar breytingar á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði og grunnur er lagður að framtíðarkerfi innstæðutrygginga, svo fátt eitt sé nefnt. Meðal annarra mála sem ráðherra hyggst leggja fyrir í desember er umfangsmikið frumvarp byggt á gagngerri endurskoðun á lögum um starfsemi fjármálafyrirtækja.Brýnt er að auka gagnsæi á eignarhaldi og atkvæðisrétti hluthafa í íslenskum hlutafélögum, í ljósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið undanfarna mánuði. Með lagabreytingunum er ætlunin að styrkja til muna gildandi reglur um starfsemi hlutafélaga og einkahlutafélaga, þannig að hlutaskrá geymi á hverjum tíma réttar upplýsingar um hluthafa,hlutafjáreign þeirra og atkvæðisrétt. M.a. eru lagðar ríkar skyldur á stjórnir félaganna að sjá til þess að hlutaskráin geymi á hverjum tíma réttar upplýsingar um þessi atriði.Þá hefur ráðherra einnig lagt fram frumvarp til innleiðingar á EES-reglum sem ætlað er að auka réttindi og áhrif hluthafa í félögum sem hafa skráð skuldabréf eða hlutabréf á skipulegum verðbréfamarkaði.Frumvarp ráðherra til breytinga á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði er byggt á ítarlegri endurskoðun á gildandi lögum sem fram fór í kjölfar hruns stærstu viðskiptabankanna. Nefnd sem ráðherra skipaði í vor endurskoðaði allt regluverkið og gerði tillögur að breytingum á ákvæðum um fjárfestingarheimildir, eignarhald, óhæði rekstrarfélaga, lagaumhverfi fagfjárfestasjóða o.fl. Þá er ætlunin að innleiða nauðsynlegar breytingar sem fram koma í tilskipunum ESB um sameiginlega fjárfestingu.Meðal þess sem tekið er á í frumvarpinu eru tengsl rekstrarfélaga sjóða, móðurfélaga rekstrarfélaga og vörslufyrirtækja. Einnig eru settar fram mun skýrari reglur og hömlur á fjárfestingu í einstökum félögum eða tengdum aðilum, en sem kunnugt er hefur komið fram mikil gagnrýni á áhættusækin viðskipti með verðbréf aðila sem voru tengdir innbyrðis eða tengdir rekstrarfélögum og vörslufyrirtækjum peningamarkaðsjóðanna fyrir hrun.Tilgangur frumvarpsins um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta er að innleiða breytingar á tryggingarkerfinu til samræmis við breytingar á regluverki Evrópusambandsins. Þá kalla þær ábyrgðir sem fallið hafa á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta á heildarendurskoðun á lögunum. Ný lög hafa hinsvegar engin áhrif á fyrri og ítrekaðar yfirlýsingar ríkisstjórna um að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi séu tryggðar að fullu.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira