Erlent

Vrúúúúmmmm

Óli Tynes skrifar

Lögreglumönnum í Pennsylvaníu leist ekkert á aksturslagið á Pontiac Grand Am bílnum sem ók framhjá þeim. Þeim sýndist hann fara í svigi eftir götunni.

Það var því ákveðið að kíkja á kauða. En þegar þeir gáfu stöðvunarmerki gaf ökumaðurinn í. Löggurnar gáfu líka í og þá gaf ökumaður Trans Amsins enn meira í.

Á endanum var hraðinn orðinn yfir 160 kílómetrar en löggunum tókst að hanga aftaní þartil loks dólgurinn gafst upp og stoppaði.

Þungbúnir gengu lögregluþjónarnir að bílnum....og hittu fyrir tárvota þrettán ára stelpu sem vildi fara heim til mömmu sinnar.

Eftir að hafa fengið ákærur fyrir hin ýmsustu brot fékk stelpan að fara heim til mömmu. Og nei, hún fékk ekki að keyra þangað sjálf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×