Minni landflótti erlendra ríkisborgara en vænta mátti 9. desember 2009 11:51 „Það hefur vakið undrun margra hversu lítið innflytjendum hér á landi hefur fækkað núna í kreppunni. Um síðustu áramót voru 28.644 innflytjendur hér á landi eða 9% mannfjöldans. Á fyrstu níu mánuðum ársins fluttu 3.538 erlendir ríkisborgarar frá landinu en 2.793 til landsins þannig að innflytjendum hefur fækkað um 745 á tímabilin, eða um 2,6%."Þetta segir í umfjöllun um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir ennfremur að þetta sé öll fækkunin á tíma þegar hagkerfið er að ganga í gegnum afar erfiða gjaldeyris- og bankakreppu og geirar á borð við byggingariðnaðinn, þar sem erlent vinnuafl var afar stór hluti vinnuaflsins, hefur tekið mikla niðursveiflu með gjaldþrotum fyrirtækja, fækkun verkefna, launalækkunum og uppsögnum.Alls voru 1.764 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok október síðastliðinn og voru langflestir þeirra áður starfandi í byggingariðnaði. Mikill meirihluti erlendra ríkisborgara hér á landi er í starfi og er það eflaust ein ástæða þess að landflóttinn hefur ekki verið meiri í þeirra röðum.Þrátt fyrir kreppuna og þá kaupmáttarrýrnun sem hefur orðið sökum gengislækkunar krónunnar og mikillar verðbólgu undanfarið eru laun hér enn há miðað við það sem gengur og gerist í mörgum öðrum ríkjum, eins og Austur-Evrópuríkjum en stærsti hópur innflytjenda hér á landi er pólskur. Atvinnuleysi í röðum erlendra ríkisborgara hér á landi er heldur ekki hátt í samanburði við atvinnuleysi í Evrópu almennt þrátt fyrir kreppuna.Það er einnig svo að þrátt fyrir kreppuna er landsframleiðsla á mann hér enn nokkuð há, nálægt meðaltali Evrópusambandsríkjanna og mun hærri en í flestum ríkjum Austur-Evrópu. Minni landflótti erlendra ríkisborgara en vænst var endurspeglar þá kannski þann veruleika að þrátt fyrir kreppuna er efnahagsleg staða Íslands í samanburði við aðrar þjóðir enn nokkuð góð á margan hátt. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
„Það hefur vakið undrun margra hversu lítið innflytjendum hér á landi hefur fækkað núna í kreppunni. Um síðustu áramót voru 28.644 innflytjendur hér á landi eða 9% mannfjöldans. Á fyrstu níu mánuðum ársins fluttu 3.538 erlendir ríkisborgarar frá landinu en 2.793 til landsins þannig að innflytjendum hefur fækkað um 745 á tímabilin, eða um 2,6%."Þetta segir í umfjöllun um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir ennfremur að þetta sé öll fækkunin á tíma þegar hagkerfið er að ganga í gegnum afar erfiða gjaldeyris- og bankakreppu og geirar á borð við byggingariðnaðinn, þar sem erlent vinnuafl var afar stór hluti vinnuaflsins, hefur tekið mikla niðursveiflu með gjaldþrotum fyrirtækja, fækkun verkefna, launalækkunum og uppsögnum.Alls voru 1.764 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok október síðastliðinn og voru langflestir þeirra áður starfandi í byggingariðnaði. Mikill meirihluti erlendra ríkisborgara hér á landi er í starfi og er það eflaust ein ástæða þess að landflóttinn hefur ekki verið meiri í þeirra röðum.Þrátt fyrir kreppuna og þá kaupmáttarrýrnun sem hefur orðið sökum gengislækkunar krónunnar og mikillar verðbólgu undanfarið eru laun hér enn há miðað við það sem gengur og gerist í mörgum öðrum ríkjum, eins og Austur-Evrópuríkjum en stærsti hópur innflytjenda hér á landi er pólskur. Atvinnuleysi í röðum erlendra ríkisborgara hér á landi er heldur ekki hátt í samanburði við atvinnuleysi í Evrópu almennt þrátt fyrir kreppuna.Það er einnig svo að þrátt fyrir kreppuna er landsframleiðsla á mann hér enn nokkuð há, nálægt meðaltali Evrópusambandsríkjanna og mun hærri en í flestum ríkjum Austur-Evrópu. Minni landflótti erlendra ríkisborgara en vænst var endurspeglar þá kannski þann veruleika að þrátt fyrir kreppuna er efnahagsleg staða Íslands í samanburði við aðrar þjóðir enn nokkuð góð á margan hátt.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira