Innlent

Virti ekki stöðvunarmerki lögreglu

Mynd/Pjetur
Tvítugur ökumaður var handtekinn á Ártúnshöfða í nótt eftir að lögreglan hafði veitt honum eftirför. Um var að ræða pilt sem hafði verið staðinn að hraðakstri á Miklubraut við Skeiðarvogsbrúna en bíll hans mældist þar á 114 kílómetra hraða og var auk þess næstum ljóslaus.

Pilturinn virti ekki stöðvunarmerki lögreglu heldur jók hraðann og ók áfram Miklubrautina og upp Ártúnsbrekkuna þar sem hann beygði inn í Ártúnsholt. Þar sá ökumaðurinn að sér, nam staðar og yfirgaf bílinn og hélt fótgangandi á móts við lögregluna, að sögn lögreglu.

Pilturinn var handtekinn og færður á lögreglustöð en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann alloft áður verið tekinn fyrir umferðarlagabrot.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×