Leikskólastjórar múlbundnir af borginni 11. desember 2009 04:45 Leikskólar Reykjavíkurborgar eru 79 talsins, auk 19 einkarekinna leikskóla. Alls eru um 8.200 reykvísk börn á leikskóla.Fréttablaðið/pjetur Leikskólakennurum í Reykjavík hefur verið meinað að áframsenda á stjórnir foreldrafélaga fundarboð frá hagsmunasamtökum foreldra leikskólabarna. Þeir mega heldur ekki hengja upp veggspjöld frá samtökunum þar sem slíkir fundir eru auglýstir, né tala á neikvæðum nótum um fyrirhugaðan niðurskurð hjá leikskólum borgarinnar. Sviðsstjóri leikskólasviðs borgarinnar hefur í tvígang síðustu daga sent leikskólastjórum í borginni tölvupóst með fyrirmælum um þetta. Í þeim er talað um að hvers kyns áróður sé bannaður í leikskólum. Neikvæð umræða um niðurskurðinn falli undir þá skilgreiningu. Heimildir Fréttablaðsins herma að töluverðrar óánægju gæti meðal leikskólastjóra vegna þessara fyrirmæla. Hagsmunasamtökin Börnin okkar, samtök foreldrafélaga leikskóla hafa einkum haft uppi varnaðarorð vegna niðurskurðaráforma á leikskólasviði, líkt og sérstakur starfshópur sem myndaður hefur verið um að andmæla hugmyndunum. Fundurinn sem ekki mátti auglýsa fór fram í Miðbæjarskólanum í gærkvöldi. Þar upplýstu fulltrúar leikskólasviðs og leikskólaráðs borgarinnar foreldra um niðurskurðaráformin og gerðu þeim grein fyrir hvernig til stæði að ná fram þeim 400 milljóna sparnaði sem stefnt er að. Auglýsinga- og umræðubannið var einnig tekið til umræðu á fundinum. Fundurinn var ekki yfirstaðinn þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi og því náðist hvorki tal af fulltrúum hagsmunasamtakanna, né sviðsstjóra leikskólasviðs eða formanni leikskólaráðs vegna málsins. Hagsmunasamtök foreldra hafa ítrekað lýst yfir óánægju með að skera skuli niður um 5,57 prósent á leikskólasviði á næsta ári. Hafa þeir krafist þess að sviðinu verði hlíft við hagræðingu því börnin eigi að vera fremst í forgangsröð borgarinnar. stigur@frettabladid.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Leikskólakennurum í Reykjavík hefur verið meinað að áframsenda á stjórnir foreldrafélaga fundarboð frá hagsmunasamtökum foreldra leikskólabarna. Þeir mega heldur ekki hengja upp veggspjöld frá samtökunum þar sem slíkir fundir eru auglýstir, né tala á neikvæðum nótum um fyrirhugaðan niðurskurð hjá leikskólum borgarinnar. Sviðsstjóri leikskólasviðs borgarinnar hefur í tvígang síðustu daga sent leikskólastjórum í borginni tölvupóst með fyrirmælum um þetta. Í þeim er talað um að hvers kyns áróður sé bannaður í leikskólum. Neikvæð umræða um niðurskurðinn falli undir þá skilgreiningu. Heimildir Fréttablaðsins herma að töluverðrar óánægju gæti meðal leikskólastjóra vegna þessara fyrirmæla. Hagsmunasamtökin Börnin okkar, samtök foreldrafélaga leikskóla hafa einkum haft uppi varnaðarorð vegna niðurskurðaráforma á leikskólasviði, líkt og sérstakur starfshópur sem myndaður hefur verið um að andmæla hugmyndunum. Fundurinn sem ekki mátti auglýsa fór fram í Miðbæjarskólanum í gærkvöldi. Þar upplýstu fulltrúar leikskólasviðs og leikskólaráðs borgarinnar foreldra um niðurskurðaráformin og gerðu þeim grein fyrir hvernig til stæði að ná fram þeim 400 milljóna sparnaði sem stefnt er að. Auglýsinga- og umræðubannið var einnig tekið til umræðu á fundinum. Fundurinn var ekki yfirstaðinn þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi og því náðist hvorki tal af fulltrúum hagsmunasamtakanna, né sviðsstjóra leikskólasviðs eða formanni leikskólaráðs vegna málsins. Hagsmunasamtök foreldra hafa ítrekað lýst yfir óánægju með að skera skuli niður um 5,57 prósent á leikskólasviði á næsta ári. Hafa þeir krafist þess að sviðinu verði hlíft við hagræðingu því börnin eigi að vera fremst í forgangsröð borgarinnar. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira