Innlent

Ross Beaty sest í stjórn HS orku

Ross Beaty.
Ross Beaty. Mynd/GVA

Forstjóri kanadíska félagsins Magma Energy hefur tekið sæti í stjórn HS orku. Ross Beaty, forstjóri, ásamt öðrum fulltrúa félagsins, Lyle Braaten, eru nú komnir inn í stjórn fyrirtækisins.

Fyrsti stjórnarfundurinn með þátttöku þeirra er nú að hefjast. Vísir fékk ekki nákvæmar upplýsingar um hvað stæði til að ræða á fundinum, annað en að þar yrði „farið yfir öll helstu mál".

Magma hefur nú formlega eignast rétt rúm 40% hlut í HS orku, en stærsti hluthafinn er Geysir Green Energy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×