Innlent

Flanagan varar við skattlagningu á séreignalífeyrissparnaði

Sigríður Mogensen. skrifar

Skattatillögur Sjálfstæðisflokksins ganga meðal annars út á að skattleggja séreignarlífeyrissparnað þegar hann er greiddur inn í stað þess að greiða skatt af útgreiðslum. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkis og sveitarfélaga aukist um 115 milljarða á næsta ári nái þessar tillögur fram að ganga og þetta geti því komið í stað almennra skattahækkana.

Mark Flanagan, fulltrúi AGS, varar við slíkum leiðum.

Með fyrirframskattheimtu líti út fyrir að fjárlagahallinn sé að minnka, en í raun sé það ekki raunveruleg leiðrétting á halla ríkissjóðs, enda minnki skatttekjur í framtíðinni á móti. Nauðsynlegum aðgerðum til að stoppa í fjárlagagatið sé því frestað.

Mark Flanagan, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, varar við tillögum líkt og þeim að skattleggja inngreiðslu séreignalífeyrissparnaðar. Fyrirfram skattheimta fegri tölurnar tímabundið og fresti nauðsynlegum aðgerðum til að leiðrétta halla ríkissjóðs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×