Aðskilnaðarstefnan í skólum Falasteen Abu Libdeh og Felix Bergsson og Jóhann Björnsson skrifa 15. desember 2009 06:00 Á hverju ári vekur fjöldi foreldra barna í leik- og grunnskólum borgarinnar athygli á þeim vanda sem þeir standa frammi fyrir þegar skólaheimsóknir í kirkjur eiga sér stað. Eðlilega tilheyra ekki allir sama trúfélagi og sem betur fer eru lífsskoðanir fólks mismunandi. Í nóvember sl. sendi mannréttindastjóri Reykjavíkur bréf til stjórnenda leik- og grunnskóla þar sem bent var á mikilvægi þess að virða margbreytileika mannlífsins og minnt var m.a. á að í aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að „Skólinn er fræðslustofnun en ekki trúboðsstofnun…". Einnig var vakin athygli á niðurstöðu starfshóps um samstarf kirkju og skóla frá árinu 2007, en þar kemur fram að „í leik og grunnskóla skal börnunum ekki mismunað vegna trúar eða lífsskoðunar þeirra eða foreldra þeirra. Forðast skal aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar- eða lífsskoðunum þeirra." Mannréttindaráð hefur lagt mikla áherslu á að fólk búi saman í borginni og umgangist hvert annað burtséð frá uppruna og þjóðerni, burtséð frá kynhneigð og burtséð frá fötlun. Ætla mætti að ráðið væri líka á þeirri skoðun að ekki væru reistir aðskilnaðarmúrar fólks ólíkra trúarbragða og lífsskoðana í stofnunum borgarinnar, en svo er ekki um alla fulltrúa mannréttindaráðs. Nýverið sá formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkur ástæðu til að senda leiðréttingarbréf til stjórnenda leik- og grunnskóla þar sem lögð er áhersla á að skólastarf í borginni skuli vera með þeim hætti að börnin skuli aðgreind eftir trúar- eða lífsskoðunum. Í bréfi sínu segir formaðurinn m.a.: „Ætlunin var alls ekki að gera athugasemdir við hefðbundið kirkjustarf skólabarna heldur að benda á mikilvægi þess að þeim sem hafa aðrar lífs-eða trúarskoðanir standi annað til boða á meðan á kirkjustarfinu stendur." Á meðan við sem aðhyllumst fjölmenningarlegt samfélag erum að leitast við að samþætta alla hópa samfélagsins í eina heild þá er formaður mannréttindaráðs að leggja áherslu á aðskilnað barna eftir trúar- og lífsskoðunum. Aðskilnaður mismunandi hópa samfélagsins kann aldrei góðri lukku að stýra. Við eigum að sameina íbúana hvernig sem þeir eru og skólarnir eiga að fara þar fremstir í flokki. Það er vafasamt þegar skólar kjósa að haga starfsemi sinni með þeim hætti að aðstæður skapist þar sem börn eru tekin út úr hópum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar- eða lífsskoðunum þeirra. Með því að bjóða upp á „hefðbundið kirkjustarf skólabarna" í skólum er verið að þvinga börn og foreldra þeirra til að velja á milli þess að standa við sína lífsskoðun annars vegar eða falla inn í hópinn hins vegar. Fjölmörg dæmi eru um það að foreldrar eða börn ákveði að taka þátt í trúarstarfi í þeim eina tilgangi að vera ekki stimpluð öðruvísi. Í nýjum bæklingi frá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur er tekið dæmi um mismunun vegna trúarskoðana. Þar segir: „Foreldrar Bergþóru, sem standa utan trúfélaga, vilja ekki að hún læri kristin fræði eða fari í kirkju á skólatíma. Bergþóru er boðið að sitja á bókasafninu, án þess að fá kennslu, á meðan kristindómsfræðslan stendur yfir. Foreldrarnir vilja hins vegar að hún sitji við sama borð og hin börnin og njóti fræðslu á meðan." Grundvallarmisskilnings gætir í þessu dæmi. Almennt eru foreldrar ekki bara ósáttir við að börn þeirra séu látin hanga á bókasafni á meðan trúarathafnir fara fram. Foreldrar eru fyrst og fremst ósáttir við að starfsemi opinberra skóla sé þannig háttað að þeir neyðist til að láta taka börn sín út úr venjulegu skólastarfi, frá samnemendum sínum og félögum. Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm árið 2007 í máli norskra foreldra sem höfðað höfðu mál vegna starfsemi trúfélags í skólum. Í dómnum segir að brotið hafi verið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem skólar héldu uppi trúarlegri starfsemi sem m.a fól í sér kirkjuferðir. Spyrja má í framhaldi af þessum dómi hvort við ætlum að bíða þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komi vitinu fyrir okkur eða hvort við eigum að taka frumkvæðið sjálf og hefja veg fjölmenningarlegs skólastarfs til vegs og virðingar þar sem nemendur eru ekki flokkaðir eftir trúar- og lífsskoðunum. Höfundar eru fulltrúar í mannréttindaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Sjá meira
Á hverju ári vekur fjöldi foreldra barna í leik- og grunnskólum borgarinnar athygli á þeim vanda sem þeir standa frammi fyrir þegar skólaheimsóknir í kirkjur eiga sér stað. Eðlilega tilheyra ekki allir sama trúfélagi og sem betur fer eru lífsskoðanir fólks mismunandi. Í nóvember sl. sendi mannréttindastjóri Reykjavíkur bréf til stjórnenda leik- og grunnskóla þar sem bent var á mikilvægi þess að virða margbreytileika mannlífsins og minnt var m.a. á að í aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að „Skólinn er fræðslustofnun en ekki trúboðsstofnun…". Einnig var vakin athygli á niðurstöðu starfshóps um samstarf kirkju og skóla frá árinu 2007, en þar kemur fram að „í leik og grunnskóla skal börnunum ekki mismunað vegna trúar eða lífsskoðunar þeirra eða foreldra þeirra. Forðast skal aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar- eða lífsskoðunum þeirra." Mannréttindaráð hefur lagt mikla áherslu á að fólk búi saman í borginni og umgangist hvert annað burtséð frá uppruna og þjóðerni, burtséð frá kynhneigð og burtséð frá fötlun. Ætla mætti að ráðið væri líka á þeirri skoðun að ekki væru reistir aðskilnaðarmúrar fólks ólíkra trúarbragða og lífsskoðana í stofnunum borgarinnar, en svo er ekki um alla fulltrúa mannréttindaráðs. Nýverið sá formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkur ástæðu til að senda leiðréttingarbréf til stjórnenda leik- og grunnskóla þar sem lögð er áhersla á að skólastarf í borginni skuli vera með þeim hætti að börnin skuli aðgreind eftir trúar- eða lífsskoðunum. Í bréfi sínu segir formaðurinn m.a.: „Ætlunin var alls ekki að gera athugasemdir við hefðbundið kirkjustarf skólabarna heldur að benda á mikilvægi þess að þeim sem hafa aðrar lífs-eða trúarskoðanir standi annað til boða á meðan á kirkjustarfinu stendur." Á meðan við sem aðhyllumst fjölmenningarlegt samfélag erum að leitast við að samþætta alla hópa samfélagsins í eina heild þá er formaður mannréttindaráðs að leggja áherslu á aðskilnað barna eftir trúar- og lífsskoðunum. Aðskilnaður mismunandi hópa samfélagsins kann aldrei góðri lukku að stýra. Við eigum að sameina íbúana hvernig sem þeir eru og skólarnir eiga að fara þar fremstir í flokki. Það er vafasamt þegar skólar kjósa að haga starfsemi sinni með þeim hætti að aðstæður skapist þar sem börn eru tekin út úr hópum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar- eða lífsskoðunum þeirra. Með því að bjóða upp á „hefðbundið kirkjustarf skólabarna" í skólum er verið að þvinga börn og foreldra þeirra til að velja á milli þess að standa við sína lífsskoðun annars vegar eða falla inn í hópinn hins vegar. Fjölmörg dæmi eru um það að foreldrar eða börn ákveði að taka þátt í trúarstarfi í þeim eina tilgangi að vera ekki stimpluð öðruvísi. Í nýjum bæklingi frá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur er tekið dæmi um mismunun vegna trúarskoðana. Þar segir: „Foreldrar Bergþóru, sem standa utan trúfélaga, vilja ekki að hún læri kristin fræði eða fari í kirkju á skólatíma. Bergþóru er boðið að sitja á bókasafninu, án þess að fá kennslu, á meðan kristindómsfræðslan stendur yfir. Foreldrarnir vilja hins vegar að hún sitji við sama borð og hin börnin og njóti fræðslu á meðan." Grundvallarmisskilnings gætir í þessu dæmi. Almennt eru foreldrar ekki bara ósáttir við að börn þeirra séu látin hanga á bókasafni á meðan trúarathafnir fara fram. Foreldrar eru fyrst og fremst ósáttir við að starfsemi opinberra skóla sé þannig háttað að þeir neyðist til að láta taka börn sín út úr venjulegu skólastarfi, frá samnemendum sínum og félögum. Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm árið 2007 í máli norskra foreldra sem höfðað höfðu mál vegna starfsemi trúfélags í skólum. Í dómnum segir að brotið hafi verið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem skólar héldu uppi trúarlegri starfsemi sem m.a fól í sér kirkjuferðir. Spyrja má í framhaldi af þessum dómi hvort við ætlum að bíða þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komi vitinu fyrir okkur eða hvort við eigum að taka frumkvæðið sjálf og hefja veg fjölmenningarlegs skólastarfs til vegs og virðingar þar sem nemendur eru ekki flokkaðir eftir trúar- og lífsskoðunum. Höfundar eru fulltrúar í mannréttindaráði Reykjavíkur.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun