Innlent

MP Banki hefur samúð með stofnfjárfestum

Frá útibúi MP banka. Mynd úr safni.
Frá útibúi MP banka. Mynd úr safni.

„Við höfum fulla samúð með stofnfjárfestum í Byr sem tapa miklu fé ef ríkið yfirtekur bankann," segir í tilkynningu frá MP banka vegna fréttar Stöðvar tvö í gær þar sem stofnfjáreigendur tilkynntu að þeir ætluðu í mál við bankann.

Í tilkynningu frá MP banka segir, „það er samt ekki hægt að færa ábyrgðina af lánveitingum Byrs yfir á MP Banka. Byr er með sína stjórn og stjórnendur sem bera ábyrgð gagnvart sínum stofnfjáreigendum."

Að lokum segir í tilkynningunni að atvikalýsing nokkurra stofnfjáreigenda í frétt á stöð 2 í gær sé röng.

„MP Banki seldi ekki Exeter stofnfjárbréf í Byr á yfirverði og fékk ekki lán í Byr fyrir Exeter," segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×