Innlent

Sakfelldur fyrir vörslu á tæplega 400 e-töflum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur.
Hæstiréttur.
Hæstiréttur dæmdi í dag Vilhjálm Vilhjálmsson í tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Hann var fundinn sekur um að hafa haft í vörslum sínum 392 alsælutöflur, ætlaðar til söludreifingar í ágóðaskyni, en töflurnar fundust við leit lögreglu í leigubifreið sem Vilhjálmur og félagi hans voru farþegar í þann 20 mars síðastliðinn. Þá var Vilhjálmur jafnframt sakfelldur fyrir vörslu á fíkniefnum sem fundust við leit á honum þegar lögreglan hafði afskipti af honum í leigubifreiðinni, svo og heima hjá honum.

Það voru Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari sem kváðu upp dóminn. Jón Steinar skilaði hins vegar inn sératkvæði. Ástæðan var sú að Vilhjálmur hafði neitað að hafa átt efnið en félagi Vilhjálms hafði gengist við því að eiga þau. Jón Steinar taldi ekki sannað gegn neitun Vilhjálms að hann ætti e-töflurnar og vildi sýkna Vilhjálm.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×