Óvænt nöfn á toppnum fyrir bókajólin 17. desember 2009 06:00 Saman á toppnum Egill „þykki“ Einarsson er í þriðja sæti metsölulistans hjá Eymundsson en Karl Ágúst Úlfsson velti sjálfum Arnaldi úr sessi með bókinni Meiri hamingja. Arnaldur situr því í öðru sæti listans.Fréttablaðið/Stefán Fáir hrukku í kút þegar Arnaldur Indriðason þeyttist á topp metsölulista Eymundssonar hinn 1. nóvember með bókinni Svörtuloft. En sá maður er ríkur í dag sem veðjaði á að honum yrði velt úr sessi af sjálfshjálparbókinni Meiri hamingja eftir Tal Ben-Shahar og að fast á hæla hans í þriðja sætinu sæti sjálfur Egill „þykki“ Einarsson með Mannasiðabókina sína. Þegar jólaverslunin fikrar sig nær hámarkinu má flestum vera ljóst að miðað við bókainnkaupin vill íslenska bókaþjóðin annaðhvort verða hamingjusöm á ný eða læra mannasiði að hætti Gillzenegger. „Þetta kemur mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, spaugstofumaðurinn sem gefur út bókina Meiri hamingja ásamt konu sinni, Ásdísi Olsen. „Fólk áttar sig kannski á því að þarna er hugmyndafræði og boðskapur sem á vel við um þessar mundir. Þetta er bara vísbending um að fólk vilji í auknum mæli taka ábyrgð á sjálfu sér og sinni líðan.“ Karl bendir þannig á að þjóðin hafi að undanförnu velt sér upp úr ástandi sem hún hafi ekki átt neina sök á og að nú sé kannski bara kominn tími til að Íslendingar horfi inn á við. „Við getum ekki alltaf bent á annað fólk og kennt því um hvernig okkur líður, við verðum bara að bjarga okkur sjálf,“ segir Karl og upplýsir um leið að nú sé verið að vinna í því að fá Tal Ben-Shahar til Íslands. „Vonandi svarar hann því trausti sem þjóðin er að sýna honum.“ Egill „þykki“ Einarsson var ekkert síður kátur en Karl. Enda hefur nánast allt sem hann hefur snert á þessu ári snúist í höndunum á honum, bæði póker og Wipeout. „Ef einhver hefði nú verið svo hjartgóður að benda mér á þetta á sínum tíma, að ég ætti bara að snúa mér að skrifum og bókaútgáfu þá hefði það verið fínt,“ segir Egill en þegar hefur norskur útgefandi sett sig í samband við hann og óskað eftir því að fá að þýða Mannasiðabókina. „Slíkt ætti náttúrlega ekki að vera mikið mál því ég á auðvitað norskt nafn uppi í erminni,“ segir Egill og vísar þar til nafnsins „Störe“ sem hann notaði um skamma hríð. Bæði Karl og Egill eru síðan sammála um að þjóðin sé í stuði fyrir svolítið léttmeti eftir þungavigtarumræður um ESB og Icesave í þjóðfélaginu. „Það er bara gaman að sjá hversu vel bókmenntaþjóðin er að taka þessu,“ segir Egill. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Fáir hrukku í kút þegar Arnaldur Indriðason þeyttist á topp metsölulista Eymundssonar hinn 1. nóvember með bókinni Svörtuloft. En sá maður er ríkur í dag sem veðjaði á að honum yrði velt úr sessi af sjálfshjálparbókinni Meiri hamingja eftir Tal Ben-Shahar og að fast á hæla hans í þriðja sætinu sæti sjálfur Egill „þykki“ Einarsson með Mannasiðabókina sína. Þegar jólaverslunin fikrar sig nær hámarkinu má flestum vera ljóst að miðað við bókainnkaupin vill íslenska bókaþjóðin annaðhvort verða hamingjusöm á ný eða læra mannasiði að hætti Gillzenegger. „Þetta kemur mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, spaugstofumaðurinn sem gefur út bókina Meiri hamingja ásamt konu sinni, Ásdísi Olsen. „Fólk áttar sig kannski á því að þarna er hugmyndafræði og boðskapur sem á vel við um þessar mundir. Þetta er bara vísbending um að fólk vilji í auknum mæli taka ábyrgð á sjálfu sér og sinni líðan.“ Karl bendir þannig á að þjóðin hafi að undanförnu velt sér upp úr ástandi sem hún hafi ekki átt neina sök á og að nú sé kannski bara kominn tími til að Íslendingar horfi inn á við. „Við getum ekki alltaf bent á annað fólk og kennt því um hvernig okkur líður, við verðum bara að bjarga okkur sjálf,“ segir Karl og upplýsir um leið að nú sé verið að vinna í því að fá Tal Ben-Shahar til Íslands. „Vonandi svarar hann því trausti sem þjóðin er að sýna honum.“ Egill „þykki“ Einarsson var ekkert síður kátur en Karl. Enda hefur nánast allt sem hann hefur snert á þessu ári snúist í höndunum á honum, bæði póker og Wipeout. „Ef einhver hefði nú verið svo hjartgóður að benda mér á þetta á sínum tíma, að ég ætti bara að snúa mér að skrifum og bókaútgáfu þá hefði það verið fínt,“ segir Egill en þegar hefur norskur útgefandi sett sig í samband við hann og óskað eftir því að fá að þýða Mannasiðabókina. „Slíkt ætti náttúrlega ekki að vera mikið mál því ég á auðvitað norskt nafn uppi í erminni,“ segir Egill og vísar þar til nafnsins „Störe“ sem hann notaði um skamma hríð. Bæði Karl og Egill eru síðan sammála um að þjóðin sé í stuði fyrir svolítið léttmeti eftir þungavigtarumræður um ESB og Icesave í þjóðfélaginu. „Það er bara gaman að sjá hversu vel bókmenntaþjóðin er að taka þessu,“ segir Egill. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira