Ögmundur fann til áhrifa - mun ekki biðja Alþingi afsökunar 18. desember 2009 21:35 Ögmundur Jónasson. „Ég drakk vín með mat," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, en Kastljós greindi frá því að hann hefði beðist undan viðtali vegna þess að hann hefði verið undir áhrifum áfengis. Við þessu gengst Ögmundur en tekur fram að hann hafi ekki verið mjög ölvaður. Hann hafði borðað fyrr um daginn og fengið sér vín með matnum. Hann fann til áhrifa og ákvað að fara ekki í viðtal við Kastljósið af prinsipp ástæðum. Spurður hvort það hafi legið fyrir að gengið yrði til atkvæða áður en hann fékk sér áfengi sagði Ögmundur að það geti alltaf komið upp á. Aðspurður hvort það sé lítilsvirða við Alþingi að mæta þangað drukkinn segir Ögmundur: „Það verður hver og einn að dæma um það." Ögmundur segir að það sé hinsvegar vont að þetta mál gefi ranga mynd af störfum sínum. „Þetta gefur brenglaða mynd af þeim." Hann áréttar hinsvegar að hann fari aldrei ölvaður í púlt og hafi aldrei gert en annar þingmaður, Sigmundur Erni Rúnarsson, varð uppvís af því í lok ágúst síðastliðinn og baðst afsökunar á því. Þegar Ögmundur er spurður hvort atvikið gefi tilefni til þess að hann biðjist afsökunar á Alþingi líkt og Sigmundur Ernir, segist hann ekki telja svo. Þess má geta að forseti Alþingis sagði þingmenn bera ábyrgð á sjálfum sér þegar málið varðandi Sigmund kom upp. Hann var ekki ávíttur vegna þessa. Að lokum var Ögmundur spurður hvort það sé lenska að þingmenn komi til starfa eftir að hafa bragðað áfengi, segir Ögmundur: „Þetta tíðkast ekki á þessum vinnustað frekar en öðrum." Tengdar fréttir Segja Ögmund hafa kosið undir áhrifum áfengis Ögmundur Jónasson var undir áhrifum áfengis þegar hann kaus á Alþingi í gær samkvæmt Kastljósi í kvöld. Ekki er ljóst hvaða mál hann var að kjósa um. Í frétt Kastljóss kom fram að Ögmundur hefði beðist undan viðtali þar sem hann hefði verið undir áhrifum. Fréttamaður Kastljóss hafði farið sjálfur niður á Alþingi þar sem hann fékk afsvar um viðtal í mynd. 18. desember 2009 19:40 Á að hafa kosið ölvaður um breytingar á fæðingarorlofi Meðal þeirra mála sem var kosið um á Alþingi í gær var frumvarp um breytingar á almannatryggingum sem varðar breytingar á fæðingarorlofi. Um það hefur verið deilt nokkuð og málið hlotið allnokkra athygli. Kastljós hélt því fram í kvöld að þingmaður Vinstri grænna, Ögmundur Jónasson, hafi verið ölvaður í þingsal þegar kosningar fóru fram. 18. desember 2009 20:52 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira
„Ég drakk vín með mat," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, en Kastljós greindi frá því að hann hefði beðist undan viðtali vegna þess að hann hefði verið undir áhrifum áfengis. Við þessu gengst Ögmundur en tekur fram að hann hafi ekki verið mjög ölvaður. Hann hafði borðað fyrr um daginn og fengið sér vín með matnum. Hann fann til áhrifa og ákvað að fara ekki í viðtal við Kastljósið af prinsipp ástæðum. Spurður hvort það hafi legið fyrir að gengið yrði til atkvæða áður en hann fékk sér áfengi sagði Ögmundur að það geti alltaf komið upp á. Aðspurður hvort það sé lítilsvirða við Alþingi að mæta þangað drukkinn segir Ögmundur: „Það verður hver og einn að dæma um það." Ögmundur segir að það sé hinsvegar vont að þetta mál gefi ranga mynd af störfum sínum. „Þetta gefur brenglaða mynd af þeim." Hann áréttar hinsvegar að hann fari aldrei ölvaður í púlt og hafi aldrei gert en annar þingmaður, Sigmundur Erni Rúnarsson, varð uppvís af því í lok ágúst síðastliðinn og baðst afsökunar á því. Þegar Ögmundur er spurður hvort atvikið gefi tilefni til þess að hann biðjist afsökunar á Alþingi líkt og Sigmundur Ernir, segist hann ekki telja svo. Þess má geta að forseti Alþingis sagði þingmenn bera ábyrgð á sjálfum sér þegar málið varðandi Sigmund kom upp. Hann var ekki ávíttur vegna þessa. Að lokum var Ögmundur spurður hvort það sé lenska að þingmenn komi til starfa eftir að hafa bragðað áfengi, segir Ögmundur: „Þetta tíðkast ekki á þessum vinnustað frekar en öðrum."
Tengdar fréttir Segja Ögmund hafa kosið undir áhrifum áfengis Ögmundur Jónasson var undir áhrifum áfengis þegar hann kaus á Alþingi í gær samkvæmt Kastljósi í kvöld. Ekki er ljóst hvaða mál hann var að kjósa um. Í frétt Kastljóss kom fram að Ögmundur hefði beðist undan viðtali þar sem hann hefði verið undir áhrifum. Fréttamaður Kastljóss hafði farið sjálfur niður á Alþingi þar sem hann fékk afsvar um viðtal í mynd. 18. desember 2009 19:40 Á að hafa kosið ölvaður um breytingar á fæðingarorlofi Meðal þeirra mála sem var kosið um á Alþingi í gær var frumvarp um breytingar á almannatryggingum sem varðar breytingar á fæðingarorlofi. Um það hefur verið deilt nokkuð og málið hlotið allnokkra athygli. Kastljós hélt því fram í kvöld að þingmaður Vinstri grænna, Ögmundur Jónasson, hafi verið ölvaður í þingsal þegar kosningar fóru fram. 18. desember 2009 20:52 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira
Segja Ögmund hafa kosið undir áhrifum áfengis Ögmundur Jónasson var undir áhrifum áfengis þegar hann kaus á Alþingi í gær samkvæmt Kastljósi í kvöld. Ekki er ljóst hvaða mál hann var að kjósa um. Í frétt Kastljóss kom fram að Ögmundur hefði beðist undan viðtali þar sem hann hefði verið undir áhrifum. Fréttamaður Kastljóss hafði farið sjálfur niður á Alþingi þar sem hann fékk afsvar um viðtal í mynd. 18. desember 2009 19:40
Á að hafa kosið ölvaður um breytingar á fæðingarorlofi Meðal þeirra mála sem var kosið um á Alþingi í gær var frumvarp um breytingar á almannatryggingum sem varðar breytingar á fæðingarorlofi. Um það hefur verið deilt nokkuð og málið hlotið allnokkra athygli. Kastljós hélt því fram í kvöld að þingmaður Vinstri grænna, Ögmundur Jónasson, hafi verið ölvaður í þingsal þegar kosningar fóru fram. 18. desember 2009 20:52