Innlent

Talin tilraun til manndráps

gæsluvarðhald Maðurinn var leiddur fyrir dómara í gær.
gæsluvarðhald Maðurinn var leiddur fyrir dómara í gær.

Gæsluvarðhald var í gær framlengt til 15. janúar í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir manninum sem skaut með haglabyssu á útidyrahurð íbúðarhúss í Seljahverfi.

Krafa lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um framlengingu byggir á almannahagsmunum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er litið á atvikið sem tilraun til manndráps.

Eins og fram hefur komið í fréttum var bankað upp á í húsi í Seljahverfi aðfaranótt sunnudagsins 15. nóvember. Þegar íbúinn kom til dyra stóð maðurinn vopnaður haglabyssu fyrir utan og sló til hans með byssuskaftinu. Íbúinn náði að loka útidyrahurðinni en þá hleypti maðurinn fimm haglabyssuskotum af. Þau höfnuðu í hurðinni auk þess sem gluggi í forstofu brotnaði.

Með byssumanninum var kærasta hans, sem er fyrrverandi starfsmaður íbúans. Hann hafði skömmu áður sagt henni upp störfum í bakaríi þar sem hann er yfirmaður.

Úrskurðurinn um framlengingu gæsluvarðhaldsins var kærður til Hæstaréttar í gær.- jss



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×