Smábátaútgerð með 5,3 milljarða skuldir 19. desember 2009 07:15 Einkahlutafélagið Nóna, sem gerir út tvo smábáta frá Höfn í Hornafirði, skuldaði 5,3 milljarða króna í árslok 2008. Í ársreikningi félagsins má lesa að skammtímaskuldir við lánastofnanir félagsins, sem greiða þarf á þessu ári, námu 4,2 milljörðum króna. Útgerðin er dótturfyrirtæki útgerðarrisans Skinneyjar-Þinganess sem á 98 prósent í fyrirtækinu. Tap Nónu ehf. á árinu 2008 nam 2,5 milljörðum og bókað eigið fé í árslok var neikvætt um annað eins. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um versnaði skuldastaða íslensks sjávarútvegs gríðarlega eftir fall bankanna, og kom þar til hátt hlutfall skulda í erlendri mynt. Í þessu virðist vandi Nóna liggja því gengistap fyrirtækisins árið 2008 nam rúmlega 2,8 milljörðum króna. Gengistap fyrirtækisins árið 2007 var 162 milljónir. Samningaviðræður milli Nóna og lánastofnana um endurfjármögnun stóðu yfir í sumar en endurskoðandi fyrirtækisins telur að takist samningar ekki sé ljóst að „ríki veruleg óvissa um áframhaldandi rekstur". Gunnar Ásgeirsson, stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, og Aðalsteinn Ingólfsson, skráður framkvæmdastjóri Nóna ehf. í ársreikningi fyrirtækisins, vildu ekki gefa neinar upplýsingar um fjármál fyrirtækisins þegar eftir því var leitað, og því ekki hvort tekist hefði að koma fyrirtækinu fyrir vind, eða hvernig svo há skuld væri tilkomin á jafn lítið útgerðarfyrirtæki. Þá er ljóst að smábátaútgerðin í landinu keypti aflaheimildir fyrir háar upphæðir á síðustu árum. Aflaheimildir fyrirtækisins á kostnaðarverði eru metnar á rúmlega tvo milljarða en fyrirtækið fjárfesti fyrir 1,5 milljarða í kvóta árið 2007. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar smábátaútgerðin í landinu um fimmtíu milljarða króna og skuldir Nóna námu því um tíu prósentum af heildarskuldum í árslok 2008. Alls lönduðu um 800 smábátar afla á síðastliðnu fiskveiðiári auk strandveiðibáta. Nóna gerir út línu- og netabátana Ragnar SF-550, sem varð aflahæstur smábáta á síðasta ári með 1.329 tonn, og Guðmund Sig SF-650.- shá Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Einkahlutafélagið Nóna, sem gerir út tvo smábáta frá Höfn í Hornafirði, skuldaði 5,3 milljarða króna í árslok 2008. Í ársreikningi félagsins má lesa að skammtímaskuldir við lánastofnanir félagsins, sem greiða þarf á þessu ári, námu 4,2 milljörðum króna. Útgerðin er dótturfyrirtæki útgerðarrisans Skinneyjar-Þinganess sem á 98 prósent í fyrirtækinu. Tap Nónu ehf. á árinu 2008 nam 2,5 milljörðum og bókað eigið fé í árslok var neikvætt um annað eins. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um versnaði skuldastaða íslensks sjávarútvegs gríðarlega eftir fall bankanna, og kom þar til hátt hlutfall skulda í erlendri mynt. Í þessu virðist vandi Nóna liggja því gengistap fyrirtækisins árið 2008 nam rúmlega 2,8 milljörðum króna. Gengistap fyrirtækisins árið 2007 var 162 milljónir. Samningaviðræður milli Nóna og lánastofnana um endurfjármögnun stóðu yfir í sumar en endurskoðandi fyrirtækisins telur að takist samningar ekki sé ljóst að „ríki veruleg óvissa um áframhaldandi rekstur". Gunnar Ásgeirsson, stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, og Aðalsteinn Ingólfsson, skráður framkvæmdastjóri Nóna ehf. í ársreikningi fyrirtækisins, vildu ekki gefa neinar upplýsingar um fjármál fyrirtækisins þegar eftir því var leitað, og því ekki hvort tekist hefði að koma fyrirtækinu fyrir vind, eða hvernig svo há skuld væri tilkomin á jafn lítið útgerðarfyrirtæki. Þá er ljóst að smábátaútgerðin í landinu keypti aflaheimildir fyrir háar upphæðir á síðustu árum. Aflaheimildir fyrirtækisins á kostnaðarverði eru metnar á rúmlega tvo milljarða en fyrirtækið fjárfesti fyrir 1,5 milljarða í kvóta árið 2007. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar smábátaútgerðin í landinu um fimmtíu milljarða króna og skuldir Nóna námu því um tíu prósentum af heildarskuldum í árslok 2008. Alls lönduðu um 800 smábátar afla á síðastliðnu fiskveiðiári auk strandveiðibáta. Nóna gerir út línu- og netabátana Ragnar SF-550, sem varð aflahæstur smábáta á síðasta ári með 1.329 tonn, og Guðmund Sig SF-650.- shá
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira