Blaðamaður DV dæmdur fyrir ummæli Dabba Grensás 21. desember 2009 16:39 Héraðsdómur Reykjavíkur. Blaðamaður DV, Erla Hlynsdóttir, var dæmd fyrir meiðyrði gagnvart Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda Strawberries klúbbsins. Ummælin sem hún er dæmd fyrir voru höfð eftir Davíð Smára Helenarsyni, eða Dabba Grensás, í viðtali sem birtist í blaðinu í febrúar á þessu ári. Athygli vekur að Erla er dæmd fyrir ummæli sem hún hafði orðrétt eftir Davíð en sjálfum er honum ekki stefnt vegna orða sinna. Erla átti upptöku af samtalinu og lagði fyrir dóminn. Um var að ræða ummæli þar sem Davíð sakaði Viðar um að hafa borið þá kjaftasögu út að litháensk mafía héldi til á skemmtistaðnum. Ummælin, sem hafa verið dæmd dauð og ómerk, voru svohljóðandi: „Hann [stefnandi] er búinn að bera orðróm út um allan bæ um að það komi enginn með stæla inn á Strawberries því hann sé þar með litháísku mafíuna og að ég hafi bara verið tekinn og laminn þarna inni. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Hann verður eiginlega að gera hug sinn um hvort hann telur mig hafa verið laminn eða sig." Þá var Erla einnig dæmd fyrir millifyrirsögnina „Orðrómur um mafíuna" Í niðurstöðu dómsins segir að ummælin hafi kallað fram hughrif um að Viðar væri tengdur skipulagðri glæpastarfsemi. Verjandi Erlu, Gunnar Ingi Jóhannsson, sagði að málinu yrði skotið til Hæstaréttar Íslands. Hann sagði ennfremur að dómstólar væru á slæmri vegferð með þessum dómi. Dómurinn dæmdi Erlu til þess að greiða Viðari 200 þúsund krónur í miskabætur. 150 þúsund krónur til þess að standa straum af birtingu dómsins í fjölmiðlum. Þá þarf hún að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað. Málið er keimlíkt öðrum dómi þar sem blaðamaður Vikunnar var dæmdur fyrir að hafa orðrétt eftir viðmælanda sínum. Þá hélt fyrrum súludansmær því fram að hún hefði orðið vitni að vændi inn á súlustað. Blaðmaðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur en þeim dómi var snúið í Hæstarétti Íslands. Málinu var svo áfrýjað til mannréttindadómstólsins í Strassborg þar sem það bíður eftir að vera tekið fyrir. Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Sjá meira
Blaðamaður DV, Erla Hlynsdóttir, var dæmd fyrir meiðyrði gagnvart Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda Strawberries klúbbsins. Ummælin sem hún er dæmd fyrir voru höfð eftir Davíð Smára Helenarsyni, eða Dabba Grensás, í viðtali sem birtist í blaðinu í febrúar á þessu ári. Athygli vekur að Erla er dæmd fyrir ummæli sem hún hafði orðrétt eftir Davíð en sjálfum er honum ekki stefnt vegna orða sinna. Erla átti upptöku af samtalinu og lagði fyrir dóminn. Um var að ræða ummæli þar sem Davíð sakaði Viðar um að hafa borið þá kjaftasögu út að litháensk mafía héldi til á skemmtistaðnum. Ummælin, sem hafa verið dæmd dauð og ómerk, voru svohljóðandi: „Hann [stefnandi] er búinn að bera orðróm út um allan bæ um að það komi enginn með stæla inn á Strawberries því hann sé þar með litháísku mafíuna og að ég hafi bara verið tekinn og laminn þarna inni. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Hann verður eiginlega að gera hug sinn um hvort hann telur mig hafa verið laminn eða sig." Þá var Erla einnig dæmd fyrir millifyrirsögnina „Orðrómur um mafíuna" Í niðurstöðu dómsins segir að ummælin hafi kallað fram hughrif um að Viðar væri tengdur skipulagðri glæpastarfsemi. Verjandi Erlu, Gunnar Ingi Jóhannsson, sagði að málinu yrði skotið til Hæstaréttar Íslands. Hann sagði ennfremur að dómstólar væru á slæmri vegferð með þessum dómi. Dómurinn dæmdi Erlu til þess að greiða Viðari 200 þúsund krónur í miskabætur. 150 þúsund krónur til þess að standa straum af birtingu dómsins í fjölmiðlum. Þá þarf hún að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað. Málið er keimlíkt öðrum dómi þar sem blaðamaður Vikunnar var dæmdur fyrir að hafa orðrétt eftir viðmælanda sínum. Þá hélt fyrrum súludansmær því fram að hún hefði orðið vitni að vændi inn á súlustað. Blaðmaðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur en þeim dómi var snúið í Hæstarétti Íslands. Málinu var svo áfrýjað til mannréttindadómstólsins í Strassborg þar sem það bíður eftir að vera tekið fyrir.
Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Sjá meira