Innlent

Ætlar að eyða jólunum á Kili

Breskur maður á fertugsaldri ætlar að ganga yfir Kjöl um jólin. Vísir hafði spurnir af manninum undir hádegið innarlega í Eyjafirði. Hann var þá nýlagður af stað inn fjörðinn og sagðist ætla að sofa á Vatnsenda í nótt. Hann hefur verið við Akureyri undanfarna daga og sofið í tjaldi. Í nótt gróf hann sig í fönn.

Maðurinn mun hafa með sér GPS-tæki, talstöð og síma og er ágætlega búinn. Heimamenn hafa varað hann við því að leggja á fjöll einsamall í þessu tíðarfari. Í morgun var farið yfir veðurspá með honum og honum bent á að þurr snjórinn kynni að fara að fjúka nokkuð þegar líður á daginn og gæti hann lent í kófi. Viðvörunum hefur hann ekki sinnt.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×