Innlent

Fjölmenni sótti kirkjur á aðfangadagskvöld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aftansöngur var sendur út á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni beint frá Grafarvogskirkju.
Aftansöngur var sendur út á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni beint frá Grafarvogskirkju.
Kirkjur á höfuðborgarsvæðinu voru fjölsóttar á aðfangadagskvöldi, segja þeir sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prestur í Hallgrímskirkju og sr. Vigfús Þór Árnason prestur í Grafavogskirkju. Þeir eru sammála um að kirkjusókn aukist sífellt og hafi verið mikil alla aðventuna.

„Það eykst frá ári til árs framboðið af því sem boðið er upp á í kirkjunni, bæði helgihald og tónleikar," segir Jón Dalbú Hróbjartsson. Hann segir að í þeim 20 kirkjum sem eru á Reykjavíkurprófastsdæminu hafi verið 50 guðsþjónustur í gær. „Þá tel ég með það sem var auglýst á Landspítalasjúkrahúsunum,“ segir Jón.

Þeir Vigfús og Jón Dalbú segja að kirkjurnar séu alltaf þéttast setnar við aftansöng klukkan sex, en víða í kirkjum eru messur haldnar klukkan fjögur, sex og um miðnætti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×