Tveir Íslendingar handteknir í Madrid fyrir kókaínsmygl Valur Grettisson skrifar 28. desember 2009 20:35 Alþjóðaflugvöllurinn í Madrid. Tveir íslendingar um tvítugt voru handteknir í Madrid eftir að þeir reyndu að smygla inn Kókaíni frá Perú. Samkvæmt ræðismanninum í Madrid, Francisco Javier Pérez-Bustamante de Monasterio, þá sitja þeir í varðhaldi í fangelsi um 30 kílómetra fyrir utan borgina. Íslendingarnir, kona og karlmaður, voru handtekin þann 17. desember eftir að tollgæslan stöðvaði þau á alþjóðaflugvellinum Barajas í Madrid. Þau voru að koma frá Perú og reyndust vera með nokkurt magn af kókaíni á sér. Ekki er vitað hversu mikið magn af kókaíni þau voru með. „Ég er búinn að heimsækja þá," segir Monasterio sem hefur að auki látið sendiráðsskrifstofuna í París og utanríkisráðuneytið á Íslandi vita um Íslendingana tvo. Monasterio segir ekki ljóst hversu miklu magni þeir reyndu að smygla til landsins. Spurður hvernig þeim líði á líkama og sál segir hann þá bera sig vel. „En það er ekki góð hugmynd að smygla fíkniefnum til Spánar því þar falla mjög þungir dómar vegna slíkra mála," segir Monasterio en sjálfur er hann menntaður lögfræðingur. Ef Íslendingarnir reyndu að smygla kílói af kókaíni til landsins eða meira þá gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Monasterio áréttar að það sé afar sjaldgæft að Íslendingar séu handteknir vegna fíkniefnasmygls þar í landi. „En þetta er alveg hrikalegt og þá sérstaklega fyrir svona ungt fólk, afleiðingarnar eru alveg hryllilegar" segir Monasterio sem hefur mikla samúð með parinu. Spurður hvort það sé möguleiki á því að þeim verði sleppt úr varðhaldi á næstunni svarar hann því til að það sé ómögulegt að segja. Ekki náðist í alþjóðadeild ríkislögreglustjórans né utanríkisráðuneytið. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Tveir íslendingar um tvítugt voru handteknir í Madrid eftir að þeir reyndu að smygla inn Kókaíni frá Perú. Samkvæmt ræðismanninum í Madrid, Francisco Javier Pérez-Bustamante de Monasterio, þá sitja þeir í varðhaldi í fangelsi um 30 kílómetra fyrir utan borgina. Íslendingarnir, kona og karlmaður, voru handtekin þann 17. desember eftir að tollgæslan stöðvaði þau á alþjóðaflugvellinum Barajas í Madrid. Þau voru að koma frá Perú og reyndust vera með nokkurt magn af kókaíni á sér. Ekki er vitað hversu mikið magn af kókaíni þau voru með. „Ég er búinn að heimsækja þá," segir Monasterio sem hefur að auki látið sendiráðsskrifstofuna í París og utanríkisráðuneytið á Íslandi vita um Íslendingana tvo. Monasterio segir ekki ljóst hversu miklu magni þeir reyndu að smygla til landsins. Spurður hvernig þeim líði á líkama og sál segir hann þá bera sig vel. „En það er ekki góð hugmynd að smygla fíkniefnum til Spánar því þar falla mjög þungir dómar vegna slíkra mála," segir Monasterio en sjálfur er hann menntaður lögfræðingur. Ef Íslendingarnir reyndu að smygla kílói af kókaíni til landsins eða meira þá gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Monasterio áréttar að það sé afar sjaldgæft að Íslendingar séu handteknir vegna fíkniefnasmygls þar í landi. „En þetta er alveg hrikalegt og þá sérstaklega fyrir svona ungt fólk, afleiðingarnar eru alveg hryllilegar" segir Monasterio sem hefur mikla samúð með parinu. Spurður hvort það sé möguleiki á því að þeim verði sleppt úr varðhaldi á næstunni svarar hann því til að það sé ómögulegt að segja. Ekki náðist í alþjóðadeild ríkislögreglustjórans né utanríkisráðuneytið.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira