Tveir Íslendingar handteknir í Madrid fyrir kókaínsmygl Valur Grettisson skrifar 28. desember 2009 20:35 Alþjóðaflugvöllurinn í Madrid. Tveir íslendingar um tvítugt voru handteknir í Madrid eftir að þeir reyndu að smygla inn Kókaíni frá Perú. Samkvæmt ræðismanninum í Madrid, Francisco Javier Pérez-Bustamante de Monasterio, þá sitja þeir í varðhaldi í fangelsi um 30 kílómetra fyrir utan borgina. Íslendingarnir, kona og karlmaður, voru handtekin þann 17. desember eftir að tollgæslan stöðvaði þau á alþjóðaflugvellinum Barajas í Madrid. Þau voru að koma frá Perú og reyndust vera með nokkurt magn af kókaíni á sér. Ekki er vitað hversu mikið magn af kókaíni þau voru með. „Ég er búinn að heimsækja þá," segir Monasterio sem hefur að auki látið sendiráðsskrifstofuna í París og utanríkisráðuneytið á Íslandi vita um Íslendingana tvo. Monasterio segir ekki ljóst hversu miklu magni þeir reyndu að smygla til landsins. Spurður hvernig þeim líði á líkama og sál segir hann þá bera sig vel. „En það er ekki góð hugmynd að smygla fíkniefnum til Spánar því þar falla mjög þungir dómar vegna slíkra mála," segir Monasterio en sjálfur er hann menntaður lögfræðingur. Ef Íslendingarnir reyndu að smygla kílói af kókaíni til landsins eða meira þá gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Monasterio áréttar að það sé afar sjaldgæft að Íslendingar séu handteknir vegna fíkniefnasmygls þar í landi. „En þetta er alveg hrikalegt og þá sérstaklega fyrir svona ungt fólk, afleiðingarnar eru alveg hryllilegar" segir Monasterio sem hefur mikla samúð með parinu. Spurður hvort það sé möguleiki á því að þeim verði sleppt úr varðhaldi á næstunni svarar hann því til að það sé ómögulegt að segja. Ekki náðist í alþjóðadeild ríkislögreglustjórans né utanríkisráðuneytið. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira
Tveir íslendingar um tvítugt voru handteknir í Madrid eftir að þeir reyndu að smygla inn Kókaíni frá Perú. Samkvæmt ræðismanninum í Madrid, Francisco Javier Pérez-Bustamante de Monasterio, þá sitja þeir í varðhaldi í fangelsi um 30 kílómetra fyrir utan borgina. Íslendingarnir, kona og karlmaður, voru handtekin þann 17. desember eftir að tollgæslan stöðvaði þau á alþjóðaflugvellinum Barajas í Madrid. Þau voru að koma frá Perú og reyndust vera með nokkurt magn af kókaíni á sér. Ekki er vitað hversu mikið magn af kókaíni þau voru með. „Ég er búinn að heimsækja þá," segir Monasterio sem hefur að auki látið sendiráðsskrifstofuna í París og utanríkisráðuneytið á Íslandi vita um Íslendingana tvo. Monasterio segir ekki ljóst hversu miklu magni þeir reyndu að smygla til landsins. Spurður hvernig þeim líði á líkama og sál segir hann þá bera sig vel. „En það er ekki góð hugmynd að smygla fíkniefnum til Spánar því þar falla mjög þungir dómar vegna slíkra mála," segir Monasterio en sjálfur er hann menntaður lögfræðingur. Ef Íslendingarnir reyndu að smygla kílói af kókaíni til landsins eða meira þá gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Monasterio áréttar að það sé afar sjaldgæft að Íslendingar séu handteknir vegna fíkniefnasmygls þar í landi. „En þetta er alveg hrikalegt og þá sérstaklega fyrir svona ungt fólk, afleiðingarnar eru alveg hryllilegar" segir Monasterio sem hefur mikla samúð með parinu. Spurður hvort það sé möguleiki á því að þeim verði sleppt úr varðhaldi á næstunni svarar hann því til að það sé ómögulegt að segja. Ekki náðist í alþjóðadeild ríkislögreglustjórans né utanríkisráðuneytið.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira