Viðskipti innlent

Ögmundur stjórnaði lífeyrissjóði sem kostar Íslendinga jafn mikið og Icesave

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra stjórnaði lífeyrissjóði sem mun kosta skattborgara jafn marga milljarða og Icesave. Gríðarlegt tap sjóðsins er ríkistryggt en Ögmundur segist ekki hafa verið spilavítisstjóri í fjárfestingarbúllunni sem íslenskt fjármálakerfi var orðið.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er sá eini með ríkisábyrgð. Hann skiptist í A og B deild. Ríkissjóður ábyrgist B-deildina og því skerðast réttindi ekki þótt sjóðurinn tapi. Pétur Blöndal, þingmaður sjálfstæðisflokks, segir gríðarlega ábyrgð hvíla á ríkissjóði. Ábyrgðin geti numið 440 milljörðum króna. Ögmundur segir hins vegar augljóst að íslenskt fjármálakerfi hafi verið orðið að spilavíti. Því hafi hann hins vegar ekki stjórnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×