Stjórnvöld sögð pissa í skó lántakenda 30. október 2009 13:38 Breki Karlsson. Stjórnvöld eru að pissa í skóinn hjá lántakendum, að mati Stofnunar um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík sem varar almenning við því að taka boði stjórnvalda um lægri greiðslubyrði. Á endanum muni fólk greiða meira til baka af lánum sínum en ef þau héldust óbreytt. Aðgerðir stjórnvalda til að leysa greiðsluvanda heimila taka gildi núna um mánaðamótin. Stofnunin segir hins vegar að þessi leið gagnist lítt nema næstu þrjú til fjögur árin. Um leið og laun hækki - þá hækki lánin og greiðslubyrðin og því séu launahækkanir framtíðar eyrnarmerktar lánastofnunum. Breki Karlsson er forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Laun sumra stétta hækka um mánaðamótin í samræmi við kjarasamningana sem tókst að bjarga fyrir horn á elleftu stundu nú í vikunni. Breki bendir á að gallinn við aðgerðirnar sé einkum fólginn í því að afborganir lána skuli tengdar við þróun launa og atvinnustigs. Það þýði að ef atvinnustig verður áfram lágt og meðallaun hækka ekki, haldist greiðslubyrðin í samræmi við það. Þegar greiðslugetan aukist með hækkandi launum og auknu vinnuframboði, hækki greiðslubyrðin. Hætta sé á að það leiði til þess að reynt verði að halda launum niðri því launahækkanir hjá einum hópi geti haft í för með sér hækkanir á lánum annarra starfsstétta. Þá hafi þetta í för með sér að launahækkanir framtíðarinnar séu eyrnamerktar lánastofnunum út lánstímann og hugsanlega þremur árum betur og það muni lita kjarabaráttu framtíðar. Verðtryggð fasteignalán fylgja verðbólgu - en hin nýja lánaleið stjórnvalda þýðir að lánin fylgja svokallaðri greiðslujöfnunarvísitölu, sem tekur mið af þróun launa og atvinnuleysis. Það þýðir að íbúðalán fólks hækka þegar laun hækka og atvinnuleysi minnkar. Breki telur í ljósi sögunnar að greiðslubyrði muni með aðferð stjórnvalda hækka hraðar heldur en ef þau væru áfram látin fylgja verðbólgu. Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Stjórnvöld eru að pissa í skóinn hjá lántakendum, að mati Stofnunar um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík sem varar almenning við því að taka boði stjórnvalda um lægri greiðslubyrði. Á endanum muni fólk greiða meira til baka af lánum sínum en ef þau héldust óbreytt. Aðgerðir stjórnvalda til að leysa greiðsluvanda heimila taka gildi núna um mánaðamótin. Stofnunin segir hins vegar að þessi leið gagnist lítt nema næstu þrjú til fjögur árin. Um leið og laun hækki - þá hækki lánin og greiðslubyrðin og því séu launahækkanir framtíðar eyrnarmerktar lánastofnunum. Breki Karlsson er forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Laun sumra stétta hækka um mánaðamótin í samræmi við kjarasamningana sem tókst að bjarga fyrir horn á elleftu stundu nú í vikunni. Breki bendir á að gallinn við aðgerðirnar sé einkum fólginn í því að afborganir lána skuli tengdar við þróun launa og atvinnustigs. Það þýði að ef atvinnustig verður áfram lágt og meðallaun hækka ekki, haldist greiðslubyrðin í samræmi við það. Þegar greiðslugetan aukist með hækkandi launum og auknu vinnuframboði, hækki greiðslubyrðin. Hætta sé á að það leiði til þess að reynt verði að halda launum niðri því launahækkanir hjá einum hópi geti haft í för með sér hækkanir á lánum annarra starfsstétta. Þá hafi þetta í för með sér að launahækkanir framtíðarinnar séu eyrnamerktar lánastofnunum út lánstímann og hugsanlega þremur árum betur og það muni lita kjarabaráttu framtíðar. Verðtryggð fasteignalán fylgja verðbólgu - en hin nýja lánaleið stjórnvalda þýðir að lánin fylgja svokallaðri greiðslujöfnunarvísitölu, sem tekur mið af þróun launa og atvinnuleysis. Það þýðir að íbúðalán fólks hækka þegar laun hækka og atvinnuleysi minnkar. Breki telur í ljósi sögunnar að greiðslubyrði muni með aðferð stjórnvalda hækka hraðar heldur en ef þau væru áfram látin fylgja verðbólgu.
Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira