Viðskipti innlent

Jón Ásgeir: Hvalveiðar skaða eignir erlendis

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs og Iceland-verslunarkeðjunnar, hefur áhyggjur af því að leyfi Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra á hvalveiðum til 2013 muni koma til með að skaða eignir Íslendinga erlendis.

Í samtali við Vísi sagði hann að fara í stríð við alþjóðasamfélagið vegna hvalveiða væri ekki það sem þjóðin þyrfti á að halda á þessum tímum.

„Hvalveiðar skaða eignir íslendinga erlendis sem aldrei hafa verið eins verðmætar fyrir íslenska þjóð og núna. Ég vona að ný ríkisstjórn taki á þessu strax og láti þetta vera sitt annað verk að snúa þessari ákvörðun sjávarútvegsráðherra," segir Jón Ásgeir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×