Innlent

Jökulsárlón orðið dýpsta vatn landsins

Jökulsárlón er dýpsta vatn Íslands samkvæmt nýjustu mælingum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en eftir síðasta framhlaup Breiðamerkurjökuls, þar sem allt að 700 metrar munu hafa brotnað af jöklinum á köflum, er vatnið orðið dýpra en Öskjuvatn sem hingað til hefur hampað metinu. Einar B. Einarsson, eigandi ferðaþjónustunnar á svæðinu, segist í samtali við blaðið hafa komist lengra inn að jöklinum en áður á dögunum og mælt dýpið þar 248 metra niður á botn. Öskjuvatn er hins vegar 217 metrar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×