„Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar.“ Gunnar Örn Jónsson skrifar 23. júlí 2009 18:29 dr. Herdís Þorgeirsdóttir. Svo virðist sem margir lögfræðingar séu komnir á þá skoðun að Alþingi megi alls ekki samþykkja svokallaðan Icesave samning. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor, segir að engin þjóð beygi sig undir lög sem ógna öryggi hennar. Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður, rituðu síðastliðið haust grein í Morgunblaðið þar sem þeir bentu á að íslenska ríkið væri ekki greiðsluskylt samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Eftir grein Stefáns og Lárusar, lá álit lögfræðinga um málið niðri, þar til dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor, ritaði grein í Fréttablaðið þann 20. júní síðastliðinn. Þar varaði hún Alþingi við að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave og taldi samninginn á skjön við þær grundvallarreglur sem evrópsk samvinna byggði tilvist sína á. „Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar og sjálfstæði. Þjóðir gera samninga sín á milli og grundvallarregla í þjóðarétti er að samninga beri að virða. En ekki nauðasamninga. Ekki samninga sem er fyrirséð að ekki er hægt að standa við," sagði Herdís. Dr. Elvira Mendez Pinedo, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti kom í kjölfarið og benti á þá að Evrópusambandið sjálft hefði átt að koma að þessum samningi en ekki láta Bretum og Hollendingum eftir að gera þetta að samningi sem væri eins og milli einkaaðila. Elvira benti á að samningurinn væri á gömlu lagamáli og hann væri meingallaður séð frá hagsmunum Íslendinga. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, skrifaði þar næst grein og benti á að hinn raunverulegi ágreiningur sneri að því hvort íslenska þjóðin ætti að njóta réttar til að fá úrlausn hlutlausra dómstóla hvort hún að réttum lögum skuldi þetta fé. Sigurður Líndal tók í sama streng í stuttri grein í Fréttablaðinu. Þá kom einn reyndasti lögmaður Íslendinga, Ragnar Hall, og sagði að óforsvaranlegt væri að lögfesta ábyrgð ríkissjóðs á greiðslum vegna Icesave þar sem íslensku samningamennirnir hefðu samið af sér og Íslendingum bæri ekki að taka á sig þær skuldbindingar sem gerðar eru í samningnum við Hollendinga og Breta. Viðtal við Ragnar varðandi málið kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og einnig má sjá fréttina hér á Vísi. Undir þau rök að ekki mætti samþykkja Icesave-samninginn óbreyttann, tók Eiríkur Tómasson prófessor. Þau sjónarmið að Icesave samningurinn í núverandi mynd sé óforsvaranlegur, eru því ríkjandi í röðum lögspekinga. Tengdar fréttir Lögmannskostnaður Breta samsvarar 8 mánaða rekstri lögreglunnar Icesave samkomulagið gerir ráð fyrir því að Íslendingar greiði tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta vegna málsins. Fyrir þessa upphæð mætti reka lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í rúmlega hálft ár. 23. júlí 2009 19:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Svo virðist sem margir lögfræðingar séu komnir á þá skoðun að Alþingi megi alls ekki samþykkja svokallaðan Icesave samning. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor, segir að engin þjóð beygi sig undir lög sem ógna öryggi hennar. Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður, rituðu síðastliðið haust grein í Morgunblaðið þar sem þeir bentu á að íslenska ríkið væri ekki greiðsluskylt samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Eftir grein Stefáns og Lárusar, lá álit lögfræðinga um málið niðri, þar til dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor, ritaði grein í Fréttablaðið þann 20. júní síðastliðinn. Þar varaði hún Alþingi við að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave og taldi samninginn á skjön við þær grundvallarreglur sem evrópsk samvinna byggði tilvist sína á. „Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar og sjálfstæði. Þjóðir gera samninga sín á milli og grundvallarregla í þjóðarétti er að samninga beri að virða. En ekki nauðasamninga. Ekki samninga sem er fyrirséð að ekki er hægt að standa við," sagði Herdís. Dr. Elvira Mendez Pinedo, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti kom í kjölfarið og benti á þá að Evrópusambandið sjálft hefði átt að koma að þessum samningi en ekki láta Bretum og Hollendingum eftir að gera þetta að samningi sem væri eins og milli einkaaðila. Elvira benti á að samningurinn væri á gömlu lagamáli og hann væri meingallaður séð frá hagsmunum Íslendinga. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, skrifaði þar næst grein og benti á að hinn raunverulegi ágreiningur sneri að því hvort íslenska þjóðin ætti að njóta réttar til að fá úrlausn hlutlausra dómstóla hvort hún að réttum lögum skuldi þetta fé. Sigurður Líndal tók í sama streng í stuttri grein í Fréttablaðinu. Þá kom einn reyndasti lögmaður Íslendinga, Ragnar Hall, og sagði að óforsvaranlegt væri að lögfesta ábyrgð ríkissjóðs á greiðslum vegna Icesave þar sem íslensku samningamennirnir hefðu samið af sér og Íslendingum bæri ekki að taka á sig þær skuldbindingar sem gerðar eru í samningnum við Hollendinga og Breta. Viðtal við Ragnar varðandi málið kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og einnig má sjá fréttina hér á Vísi. Undir þau rök að ekki mætti samþykkja Icesave-samninginn óbreyttann, tók Eiríkur Tómasson prófessor. Þau sjónarmið að Icesave samningurinn í núverandi mynd sé óforsvaranlegur, eru því ríkjandi í röðum lögspekinga.
Tengdar fréttir Lögmannskostnaður Breta samsvarar 8 mánaða rekstri lögreglunnar Icesave samkomulagið gerir ráð fyrir því að Íslendingar greiði tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta vegna málsins. Fyrir þessa upphæð mætti reka lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í rúmlega hálft ár. 23. júlí 2009 19:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Lögmannskostnaður Breta samsvarar 8 mánaða rekstri lögreglunnar Icesave samkomulagið gerir ráð fyrir því að Íslendingar greiði tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta vegna málsins. Fyrir þessa upphæð mætti reka lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í rúmlega hálft ár. 23. júlí 2009 19:06