„Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar.“ Gunnar Örn Jónsson skrifar 23. júlí 2009 18:29 dr. Herdís Þorgeirsdóttir. Svo virðist sem margir lögfræðingar séu komnir á þá skoðun að Alþingi megi alls ekki samþykkja svokallaðan Icesave samning. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor, segir að engin þjóð beygi sig undir lög sem ógna öryggi hennar. Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður, rituðu síðastliðið haust grein í Morgunblaðið þar sem þeir bentu á að íslenska ríkið væri ekki greiðsluskylt samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Eftir grein Stefáns og Lárusar, lá álit lögfræðinga um málið niðri, þar til dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor, ritaði grein í Fréttablaðið þann 20. júní síðastliðinn. Þar varaði hún Alþingi við að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave og taldi samninginn á skjön við þær grundvallarreglur sem evrópsk samvinna byggði tilvist sína á. „Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar og sjálfstæði. Þjóðir gera samninga sín á milli og grundvallarregla í þjóðarétti er að samninga beri að virða. En ekki nauðasamninga. Ekki samninga sem er fyrirséð að ekki er hægt að standa við," sagði Herdís. Dr. Elvira Mendez Pinedo, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti kom í kjölfarið og benti á þá að Evrópusambandið sjálft hefði átt að koma að þessum samningi en ekki láta Bretum og Hollendingum eftir að gera þetta að samningi sem væri eins og milli einkaaðila. Elvira benti á að samningurinn væri á gömlu lagamáli og hann væri meingallaður séð frá hagsmunum Íslendinga. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, skrifaði þar næst grein og benti á að hinn raunverulegi ágreiningur sneri að því hvort íslenska þjóðin ætti að njóta réttar til að fá úrlausn hlutlausra dómstóla hvort hún að réttum lögum skuldi þetta fé. Sigurður Líndal tók í sama streng í stuttri grein í Fréttablaðinu. Þá kom einn reyndasti lögmaður Íslendinga, Ragnar Hall, og sagði að óforsvaranlegt væri að lögfesta ábyrgð ríkissjóðs á greiðslum vegna Icesave þar sem íslensku samningamennirnir hefðu samið af sér og Íslendingum bæri ekki að taka á sig þær skuldbindingar sem gerðar eru í samningnum við Hollendinga og Breta. Viðtal við Ragnar varðandi málið kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og einnig má sjá fréttina hér á Vísi. Undir þau rök að ekki mætti samþykkja Icesave-samninginn óbreyttann, tók Eiríkur Tómasson prófessor. Þau sjónarmið að Icesave samningurinn í núverandi mynd sé óforsvaranlegur, eru því ríkjandi í röðum lögspekinga. Tengdar fréttir Lögmannskostnaður Breta samsvarar 8 mánaða rekstri lögreglunnar Icesave samkomulagið gerir ráð fyrir því að Íslendingar greiði tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta vegna málsins. Fyrir þessa upphæð mætti reka lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í rúmlega hálft ár. 23. júlí 2009 19:06 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Sjá meira
Svo virðist sem margir lögfræðingar séu komnir á þá skoðun að Alþingi megi alls ekki samþykkja svokallaðan Icesave samning. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor, segir að engin þjóð beygi sig undir lög sem ógna öryggi hennar. Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður, rituðu síðastliðið haust grein í Morgunblaðið þar sem þeir bentu á að íslenska ríkið væri ekki greiðsluskylt samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Eftir grein Stefáns og Lárusar, lá álit lögfræðinga um málið niðri, þar til dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor, ritaði grein í Fréttablaðið þann 20. júní síðastliðinn. Þar varaði hún Alþingi við að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave og taldi samninginn á skjön við þær grundvallarreglur sem evrópsk samvinna byggði tilvist sína á. „Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar og sjálfstæði. Þjóðir gera samninga sín á milli og grundvallarregla í þjóðarétti er að samninga beri að virða. En ekki nauðasamninga. Ekki samninga sem er fyrirséð að ekki er hægt að standa við," sagði Herdís. Dr. Elvira Mendez Pinedo, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti kom í kjölfarið og benti á þá að Evrópusambandið sjálft hefði átt að koma að þessum samningi en ekki láta Bretum og Hollendingum eftir að gera þetta að samningi sem væri eins og milli einkaaðila. Elvira benti á að samningurinn væri á gömlu lagamáli og hann væri meingallaður séð frá hagsmunum Íslendinga. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, skrifaði þar næst grein og benti á að hinn raunverulegi ágreiningur sneri að því hvort íslenska þjóðin ætti að njóta réttar til að fá úrlausn hlutlausra dómstóla hvort hún að réttum lögum skuldi þetta fé. Sigurður Líndal tók í sama streng í stuttri grein í Fréttablaðinu. Þá kom einn reyndasti lögmaður Íslendinga, Ragnar Hall, og sagði að óforsvaranlegt væri að lögfesta ábyrgð ríkissjóðs á greiðslum vegna Icesave þar sem íslensku samningamennirnir hefðu samið af sér og Íslendingum bæri ekki að taka á sig þær skuldbindingar sem gerðar eru í samningnum við Hollendinga og Breta. Viðtal við Ragnar varðandi málið kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og einnig má sjá fréttina hér á Vísi. Undir þau rök að ekki mætti samþykkja Icesave-samninginn óbreyttann, tók Eiríkur Tómasson prófessor. Þau sjónarmið að Icesave samningurinn í núverandi mynd sé óforsvaranlegur, eru því ríkjandi í röðum lögspekinga.
Tengdar fréttir Lögmannskostnaður Breta samsvarar 8 mánaða rekstri lögreglunnar Icesave samkomulagið gerir ráð fyrir því að Íslendingar greiði tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta vegna málsins. Fyrir þessa upphæð mætti reka lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í rúmlega hálft ár. 23. júlí 2009 19:06 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Sjá meira
Lögmannskostnaður Breta samsvarar 8 mánaða rekstri lögreglunnar Icesave samkomulagið gerir ráð fyrir því að Íslendingar greiði tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta vegna málsins. Fyrir þessa upphæð mætti reka lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í rúmlega hálft ár. 23. júlí 2009 19:06