Innlent

Námsmenn þurfa að borga

Farþegum Strætó hefur fjölgað á þessu ári, en það tengir Jórunn Frímannsdóttir, stjórnarformaður Strætó bs., frekar við efnahagsástandið en að námsmenn séu að nýta sér ókeypis ferðir.Fréttablaðið/Anton
Farþegum Strætó hefur fjölgað á þessu ári, en það tengir Jórunn Frímannsdóttir, stjórnarformaður Strætó bs., frekar við efnahagsástandið en að námsmenn séu að nýta sér ókeypis ferðir.Fréttablaðið/Anton

„Ég held að það sé alveg ljóst að það verður ekki frítt fyrir námsmenn í Strætó næsta vetur,“ segir Jórunn Frímannsdóttir, stjórnarformaður Strætó bs. Hún segir að mikill vilji sé til þess að niðurgreiða strætókort fyrir námsmenn í stað þess að hafa þau ókeypis.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvernig verður komið til móts við námsmenn nú þegar tveggja ára tilraun með ókeypis strætisvagnaferðir virðist komin á endastöð. Jórunn segir að reynt verði að ná lendingu sem fyrst, í öllu falli fyrir sumarfrí.

Reynslan sýnir að námsmenn sem ekki taka strætó eru ekki líklegri til að byrja þótt þeir fái ókeypis kort, segir Jórunn. Þeir sem noti strætó á annað borð fari þó fleiri ferðir. Farþegum hefur fjölgað á þessu ári, en Jórunn segir að það sé frekar tengt slæmu efnahagsástandi en því að námsmenn hafi verið duglegir að nota strætó.

Þrátt fyrir erfitt ástand í fjármálum sveitarfélaga segir Jórunn fullan vilja til þess hjá þeim sveitar­félögum sem standi að Strætó bs. að skerða þjónustustigið ekki frekar en þegar er orðið. Allir vilji standa vörð um þessa mikilvægu þjónustu, um það sé mikil eining í eigendahópnum. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×