Semur Sign-plötu á íslensku 2. október 2009 04:45 Í sælunni í Svíþjóðþ Ragnar Sólberg vinnur að tónlist í Svíþjóð. Ragnar Sólberg heldur áfram að semja tónlist fyrir Sign þó að bróðir hans sé hættur í sveitinni. Hann nýtur þess að vinna að tónlist í Svíþjóð. „Platan verður á íslensku. Hún er að verða svo góð að ég er að spá í að gera hana á ensku líka,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg um fyrstu drög að nýrri plötu hljómsveitarinnar Sign. Ragnar dvelur nú í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni og vinnur að ýmsum tónlistarverkefnum. Fréttablaðið fjallaði á dögunum um brotthvarf Egils Rafnssonar, bróður Ragnars, úr hljómsveitinni, eftir að Ragnar neitaði að skrifa undir samning við þýskt útgáfufyrirtæki. „Okkur var boðinn samningur sem ég vildi ekki skrifa undir og það var svolítið mikið mál fyrir aðra sem hafa lagt mikla vinnu í hljómsveitina,“ segir Ragnar. „Í kjölfarið hættu Egill og Gísli [umboðsmaður]. Ég og Arnar [gítarleikari] ákváðum að fara bara aftur í grundvallaratriðin; semja plötu saman í rólegheitunum og hafa hana á íslensku.“ Ragnar segist hafa séð hlutina í nýju ljósi eftir moldviðrið og ákveðið í kjölfarið að hafa plötuna á íslensku. „Ég gerði mér grein fyrir því að mig langaði ekki að hella mér alveg hundrað prósent út í þetta og vera alltaf með annan fótinn í einhverri skítarútu,“ segir hann. „Þá fattaði ég hvað það var sem fékk mig til að byrja á þessu í byrjun. Það er ekkert nema gleðin af því að gera tónlist. Einhvers staðar á leiðinni missti ég sjónar á því og þetta fór að snúast um allt annað en það.“ Sænski trommarinn Jon Skäre hleypur í skarð Egils í Sign, en hann er æskuvinur Sóleyjar, unnustu Ragnars, og trommar í nokkrum reggí- og þungarokkhljómsveitum í Svíþjóð. Ragnar var einnig að klára plötu ásamt Ómari Emilssyni, æskufélaga sínum úr Hafnarfirði. Þeir kalla hljómsveitina RÓ og stefna á að gefa plötuna út fyrir jól. „Við erum búnir að vinna í þessari plötu í fjögur ár, með rosalega löngum pásum inni á milli,“ segir hann. „Ég spila á hljóðfærin og svo syngjum við saman. Hann syngur meira en ég og þetta er acoustic-tónlist, en alls ekki auðmelt.“ Auglýsing sem Ragnar kom fram í fyrir Vodafone í Þýskalandi vakti athygli á dögunum. Ragnar syngur David Bowie-slagarann Heroes í auglýsingunni og var lagið gefið út í vefverslunum þar í landi. „Ég fór til Þýskalands og tók lagið upp með fínum pródúsentum sem hafa unnið að söluhæstu plötum Þýskalands og svona,“ segir Ragnar. „Samningurinn var bara upp á þetta lag og ef það gengur rosalega vel geri ég plötu í Þýskalandi í kjölfarið. Ég er hvorki að bíða né vonast eftir því.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira
Ragnar Sólberg heldur áfram að semja tónlist fyrir Sign þó að bróðir hans sé hættur í sveitinni. Hann nýtur þess að vinna að tónlist í Svíþjóð. „Platan verður á íslensku. Hún er að verða svo góð að ég er að spá í að gera hana á ensku líka,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg um fyrstu drög að nýrri plötu hljómsveitarinnar Sign. Ragnar dvelur nú í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni og vinnur að ýmsum tónlistarverkefnum. Fréttablaðið fjallaði á dögunum um brotthvarf Egils Rafnssonar, bróður Ragnars, úr hljómsveitinni, eftir að Ragnar neitaði að skrifa undir samning við þýskt útgáfufyrirtæki. „Okkur var boðinn samningur sem ég vildi ekki skrifa undir og það var svolítið mikið mál fyrir aðra sem hafa lagt mikla vinnu í hljómsveitina,“ segir Ragnar. „Í kjölfarið hættu Egill og Gísli [umboðsmaður]. Ég og Arnar [gítarleikari] ákváðum að fara bara aftur í grundvallaratriðin; semja plötu saman í rólegheitunum og hafa hana á íslensku.“ Ragnar segist hafa séð hlutina í nýju ljósi eftir moldviðrið og ákveðið í kjölfarið að hafa plötuna á íslensku. „Ég gerði mér grein fyrir því að mig langaði ekki að hella mér alveg hundrað prósent út í þetta og vera alltaf með annan fótinn í einhverri skítarútu,“ segir hann. „Þá fattaði ég hvað það var sem fékk mig til að byrja á þessu í byrjun. Það er ekkert nema gleðin af því að gera tónlist. Einhvers staðar á leiðinni missti ég sjónar á því og þetta fór að snúast um allt annað en það.“ Sænski trommarinn Jon Skäre hleypur í skarð Egils í Sign, en hann er æskuvinur Sóleyjar, unnustu Ragnars, og trommar í nokkrum reggí- og þungarokkhljómsveitum í Svíþjóð. Ragnar var einnig að klára plötu ásamt Ómari Emilssyni, æskufélaga sínum úr Hafnarfirði. Þeir kalla hljómsveitina RÓ og stefna á að gefa plötuna út fyrir jól. „Við erum búnir að vinna í þessari plötu í fjögur ár, með rosalega löngum pásum inni á milli,“ segir hann. „Ég spila á hljóðfærin og svo syngjum við saman. Hann syngur meira en ég og þetta er acoustic-tónlist, en alls ekki auðmelt.“ Auglýsing sem Ragnar kom fram í fyrir Vodafone í Þýskalandi vakti athygli á dögunum. Ragnar syngur David Bowie-slagarann Heroes í auglýsingunni og var lagið gefið út í vefverslunum þar í landi. „Ég fór til Þýskalands og tók lagið upp með fínum pródúsentum sem hafa unnið að söluhæstu plötum Þýskalands og svona,“ segir Ragnar. „Samningurinn var bara upp á þetta lag og ef það gengur rosalega vel geri ég plötu í Þýskalandi í kjölfarið. Ég er hvorki að bíða né vonast eftir því.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira