Helguvík þurrkar upp jarðhitann 10. janúar 2009 18:51 Jarðhitageymir Reykjanesskaga verður þurrkaður upp á skömmum tíma, ef virkjanaáform vegna Helguvíkurálvers ná fram að ganga. Þetta segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sem segir að Íslendingar verði að hætta að ljúga því að sjálfum sér og útlendingum að jarðvarmi sé endurnýjanleg orka.Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur áforma nú virkjanir á sex stöðum í Reykjanesfjallgarði til að mæta orkuþörf álversins og talið líklegt að enn fleiri virkjanir þurfi til.Ómar segir að vaða eigi inn á hveert einasta svæði sem tiltækt sé, Bitruvirkjun líka. Það eigi að fara inn á þann stað þar sem íslensk náttúruvernd hófst, við Krýsuvík árið 1949. Það eigi að pumpa út úr þessu 625 megaavöttum þegar svæðið muni sennilega ekki afkasta á sjálfbæran og endurnýjanlegan hátt rúmlega 200 megavöttum. Það eigi bara að gefa skít í barnabörnin og afkomendur okkar. Aldrei sé hugsað nema rétt fram á tærnar á sér.Ómar bendir á að sumir vísindamenn óttist að orkan á Reykjanesi dugi ekki einu sinni út samningstíma álversins. Jarðvarmavirkjanir séu því aðeins sjálfbærar ef ekki er gengið of nærri svæðunum. Íslendingar verði að staldra við og gera þetta þannig að forsetinn og allir geti sagt við útlendinga: Þetta er endurnýjanleg orka! "Við ljúgum því allan tímann, og það er það sem ég er svo andvígur," segir Ómar.En hvernig taka bæjaryfirvöld í Hafnarfirði í hugmyndir um virkjun í Krýsuvík?Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að menn verði örugglega jákvæðir í að nýta og skoða alla möguleika á að hafa hag af þeim verðmætum og auðlindum sem séu á þessu svæði. Það verði auðvitað gert þannig að sátt sé um hvernig farið verði inn á þessi svæði. Þegar sé búið að bora heilmikið og raska svæðum, við Seltún og eins ofan við Krýsuvíkurbæinn, og það séu þau svæði sem bærinn sé tilbúinn að láta skoða nánar. Það vanti hins vegar frekari rannsóknir á þessu svæði og menn þurfi að fá þær niðurstöður áður en lengra sé haldið. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
Jarðhitageymir Reykjanesskaga verður þurrkaður upp á skömmum tíma, ef virkjanaáform vegna Helguvíkurálvers ná fram að ganga. Þetta segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sem segir að Íslendingar verði að hætta að ljúga því að sjálfum sér og útlendingum að jarðvarmi sé endurnýjanleg orka.Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur áforma nú virkjanir á sex stöðum í Reykjanesfjallgarði til að mæta orkuþörf álversins og talið líklegt að enn fleiri virkjanir þurfi til.Ómar segir að vaða eigi inn á hveert einasta svæði sem tiltækt sé, Bitruvirkjun líka. Það eigi að fara inn á þann stað þar sem íslensk náttúruvernd hófst, við Krýsuvík árið 1949. Það eigi að pumpa út úr þessu 625 megaavöttum þegar svæðið muni sennilega ekki afkasta á sjálfbæran og endurnýjanlegan hátt rúmlega 200 megavöttum. Það eigi bara að gefa skít í barnabörnin og afkomendur okkar. Aldrei sé hugsað nema rétt fram á tærnar á sér.Ómar bendir á að sumir vísindamenn óttist að orkan á Reykjanesi dugi ekki einu sinni út samningstíma álversins. Jarðvarmavirkjanir séu því aðeins sjálfbærar ef ekki er gengið of nærri svæðunum. Íslendingar verði að staldra við og gera þetta þannig að forsetinn og allir geti sagt við útlendinga: Þetta er endurnýjanleg orka! "Við ljúgum því allan tímann, og það er það sem ég er svo andvígur," segir Ómar.En hvernig taka bæjaryfirvöld í Hafnarfirði í hugmyndir um virkjun í Krýsuvík?Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að menn verði örugglega jákvæðir í að nýta og skoða alla möguleika á að hafa hag af þeim verðmætum og auðlindum sem séu á þessu svæði. Það verði auðvitað gert þannig að sátt sé um hvernig farið verði inn á þessi svæði. Þegar sé búið að bora heilmikið og raska svæðum, við Seltún og eins ofan við Krýsuvíkurbæinn, og það séu þau svæði sem bærinn sé tilbúinn að láta skoða nánar. Það vanti hins vegar frekari rannsóknir á þessu svæði og menn þurfi að fá þær niðurstöður áður en lengra sé haldið.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira