„Gömlu nýlenduþjóðirnar haga sér með ólíkindum“ Gunnar Örn Jónsson skrifar 26. júní 2009 16:37 Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra. Mynd/Pjetur „Þessar gömlu nýlenduþjóðir eru farnar að haga sér með ólikindum, það er ekki nóg fyrir þær að íslenska ríkið sé líklega reiðubúið að taka á sig þessar himinháu skuldbindingar vegna Icesave innstæðna, heldur vilja þær líka hagnast á okkur með himinháum vöxtum. Hollendingar lærðu þetta í Indónesíu og Bretar hafa mergsogið sínar gömlu nýlendur í gegnum tíðina og vilja gera það sama við okkur," sagði Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, í samtali við Vísi. Hann segist ekki sáttur við þau samningsdrög sem ríkisstjórnin hyggst leggja fyrir þingið og segir þau ekki hafa verið lögð fram með sínu samþykki. „Þessi mál er ég að skoða niður í kjölin og það er skylda hvers einasta þingmanns og kunnáttumanns í þjóðfélaginu að kynna sér þessi mál í þaula. Þingmenn eiga ekki að leggjast í skotgrafir heldur grafa sig upp úr hjólförunum og taka afstöðu í þessu máli, hvort sem þeir sitja hjá eða ekki," segir Ögmundur sem telur að þeir þingmenn sem ákveði að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna taki líka ákveðna afstöðu. Ögmundur segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn í þessu máli og sé ennfremur ekki búinn að útiloka neinn kost. Hann segir að það sé afar mikilvægt að þingmenn skipti sér ekki í ákveðna flokka, þ.e. stjórn og stjórnarandstöðu, í þessu máli heldur taki persónulega afstöðu til þessa gríðarlega mikilvæga máls. „Við höfum einfaldlega ekki efni á því að skiptast í einhverja flokka eftir ákveðnum stundarhagsmunum," sagði Ögmundur. Aðspurður um hljómgrunn í þingflokki Vinstri Grænna sagði Ögmundur að þeir þingmenn sem hafi verið andstæðir samningnum hafi fyrivara á sínum málflutningi. Tengdar fréttir Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 26. júní 2009 13:56 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
„Þessar gömlu nýlenduþjóðir eru farnar að haga sér með ólikindum, það er ekki nóg fyrir þær að íslenska ríkið sé líklega reiðubúið að taka á sig þessar himinháu skuldbindingar vegna Icesave innstæðna, heldur vilja þær líka hagnast á okkur með himinháum vöxtum. Hollendingar lærðu þetta í Indónesíu og Bretar hafa mergsogið sínar gömlu nýlendur í gegnum tíðina og vilja gera það sama við okkur," sagði Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, í samtali við Vísi. Hann segist ekki sáttur við þau samningsdrög sem ríkisstjórnin hyggst leggja fyrir þingið og segir þau ekki hafa verið lögð fram með sínu samþykki. „Þessi mál er ég að skoða niður í kjölin og það er skylda hvers einasta þingmanns og kunnáttumanns í þjóðfélaginu að kynna sér þessi mál í þaula. Þingmenn eiga ekki að leggjast í skotgrafir heldur grafa sig upp úr hjólförunum og taka afstöðu í þessu máli, hvort sem þeir sitja hjá eða ekki," segir Ögmundur sem telur að þeir þingmenn sem ákveði að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna taki líka ákveðna afstöðu. Ögmundur segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn í þessu máli og sé ennfremur ekki búinn að útiloka neinn kost. Hann segir að það sé afar mikilvægt að þingmenn skipti sér ekki í ákveðna flokka, þ.e. stjórn og stjórnarandstöðu, í þessu máli heldur taki persónulega afstöðu til þessa gríðarlega mikilvæga máls. „Við höfum einfaldlega ekki efni á því að skiptast í einhverja flokka eftir ákveðnum stundarhagsmunum," sagði Ögmundur. Aðspurður um hljómgrunn í þingflokki Vinstri Grænna sagði Ögmundur að þeir þingmenn sem hafi verið andstæðir samningnum hafi fyrivara á sínum málflutningi.
Tengdar fréttir Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 26. júní 2009 13:56 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 26. júní 2009 13:56