Gríðarlegar afskriftir skulda eignarhaldsfélaga Lóa Pind Aldísardóttir. skrifar 19. september 2009 18:40 Mánuði fyrir hrun höfðu bankarnir lánað eignarhaldsfélögum upp undir þrisvar sinnum meira en þeir höfðu lánað fólki í landinu í húsnæðislán. Allt er á huldu með veð og tryggingar fyrir lánum félaganna en á síðustu vikum hafa borist fregnir af afskriftum skulda þeirra upp á nærri 85 milljarða króna. Fyrirbærið eignarhaldsfélag var þjóðinni ekki tamt á tungu í árdaga góðærisins en nú er vart á fréttatíma hlustandi öðruvísi en að slík félög séu títtnefnd og gjarnan vegna hugsanlegra afskrifta á skuldum þeirra. Síðast í gær varð eignarhaldsfélagið Milestone gjaldþrota og líklegt talið að afskrifa þurfi minnst 75 af 80 milljarða króna skuldum félagsins, þar af munu Glitnir og tengdir aðilar eiga hátt í 40 milljarða. Fyrir tíu dögum bárust fregnir af því að Glitnir þyrfti að afskrifa um 800 milljóna króna skuld eignarhaldsfélags í eigu Bjarna Ármannssonar. Eignarhaldsfélagið Langflug sem Finnur Ingólfsson fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins átti meirihluta í er komið í þrot og þar lenda uppundir 14 milljarðar króna á Íslandsbanka og Landsbanka. Enn einn leikarinn á sviði góðærisins var eignarhaldsfélagið Fons - sem Pálmi Haraldsson átti - óvíst er að einhverjar eignir fáist upp í kröfur þar, en þar á Glitnir kröfu upp á 24 milljarða, Landsbankinn fjóra og Kaupþing 2 milljarða. Og svo mætti lengi telja - en þarna tíndum við til helstu afskriftir bankanna vegna lána til eignarhaldsfélaga sem ratað hafa í fréttir síðastliðinn mánuð. Og samanlagt eru þetta 84,8 milljarðar króna sem bankarnir eru eða talið er víst að þeir þurfi að afskrifa. Það er því vart líklegt til að gleðja nokkurn mann að rýna í tölur Seðlabankans um lán bankanna til eignarhaldsfélaga. Allt til ársins 2005 voru þau svo léttvæg að ekki þótti ástæða til að tilgreina þau sérstaklega. Í apríl 2005 fer Seðlabankinn að skrá þau undir sérlið og þann mánuð voru útistandandi lán bankanna til eignarhaldsfélaga 280 milljarðar króna. Tveimur árum síðar höfðu þau þrefaldast og voru orðin tæplega 850 milljarðar. Einu og hálfu ári síðar, mánuði fyrir bankahrun, voru lán bankanna til eignarhaldsfélaga nærri 1703 milljarðar króna. Það er uppundir þrisvar sinnum meira en bankarnir höfðu lánað landsmönnum til íbúðakaupa með veði í húsnæði. Engar upplýsingar eru fáanlegar hjá Seðlabankanum um hversu mörg eignarhaldsfélög þetta eru - né heldur eru tiltækar upplýsingar um hvaða veð liggja að baki þessum sautján hundruð þúsund milljónum króna sem félögin skulduðu bönkunum fyrir hrun. Fregnir af afskriftum síðustu vikna upp á nærri 85 milljarða króna vekja þó ekki glæstar vonir um árangursríka innheimtu skuldanna hjá eignarhaldsfélögum góðærisins. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Mánuði fyrir hrun höfðu bankarnir lánað eignarhaldsfélögum upp undir þrisvar sinnum meira en þeir höfðu lánað fólki í landinu í húsnæðislán. Allt er á huldu með veð og tryggingar fyrir lánum félaganna en á síðustu vikum hafa borist fregnir af afskriftum skulda þeirra upp á nærri 85 milljarða króna. Fyrirbærið eignarhaldsfélag var þjóðinni ekki tamt á tungu í árdaga góðærisins en nú er vart á fréttatíma hlustandi öðruvísi en að slík félög séu títtnefnd og gjarnan vegna hugsanlegra afskrifta á skuldum þeirra. Síðast í gær varð eignarhaldsfélagið Milestone gjaldþrota og líklegt talið að afskrifa þurfi minnst 75 af 80 milljarða króna skuldum félagsins, þar af munu Glitnir og tengdir aðilar eiga hátt í 40 milljarða. Fyrir tíu dögum bárust fregnir af því að Glitnir þyrfti að afskrifa um 800 milljóna króna skuld eignarhaldsfélags í eigu Bjarna Ármannssonar. Eignarhaldsfélagið Langflug sem Finnur Ingólfsson fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins átti meirihluta í er komið í þrot og þar lenda uppundir 14 milljarðar króna á Íslandsbanka og Landsbanka. Enn einn leikarinn á sviði góðærisins var eignarhaldsfélagið Fons - sem Pálmi Haraldsson átti - óvíst er að einhverjar eignir fáist upp í kröfur þar, en þar á Glitnir kröfu upp á 24 milljarða, Landsbankinn fjóra og Kaupþing 2 milljarða. Og svo mætti lengi telja - en þarna tíndum við til helstu afskriftir bankanna vegna lána til eignarhaldsfélaga sem ratað hafa í fréttir síðastliðinn mánuð. Og samanlagt eru þetta 84,8 milljarðar króna sem bankarnir eru eða talið er víst að þeir þurfi að afskrifa. Það er því vart líklegt til að gleðja nokkurn mann að rýna í tölur Seðlabankans um lán bankanna til eignarhaldsfélaga. Allt til ársins 2005 voru þau svo léttvæg að ekki þótti ástæða til að tilgreina þau sérstaklega. Í apríl 2005 fer Seðlabankinn að skrá þau undir sérlið og þann mánuð voru útistandandi lán bankanna til eignarhaldsfélaga 280 milljarðar króna. Tveimur árum síðar höfðu þau þrefaldast og voru orðin tæplega 850 milljarðar. Einu og hálfu ári síðar, mánuði fyrir bankahrun, voru lán bankanna til eignarhaldsfélaga nærri 1703 milljarðar króna. Það er uppundir þrisvar sinnum meira en bankarnir höfðu lánað landsmönnum til íbúðakaupa með veði í húsnæði. Engar upplýsingar eru fáanlegar hjá Seðlabankanum um hversu mörg eignarhaldsfélög þetta eru - né heldur eru tiltækar upplýsingar um hvaða veð liggja að baki þessum sautján hundruð þúsund milljónum króna sem félögin skulduðu bönkunum fyrir hrun. Fregnir af afskriftum síðustu vikna upp á nærri 85 milljarða króna vekja þó ekki glæstar vonir um árangursríka innheimtu skuldanna hjá eignarhaldsfélögum góðærisins.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira