Hefur miklar áhyggjur af landflótta íslenskra lækna Breki Logason skrifar 26. febrúar 2009 16:06 Gunnar Ármannsson framkvæmdarstjóri Læknafélags Íslands MYND/Læknablaðið Gunnar Ármannsson framkvæmdarstjóri Læknafélags Íslands hefur miklar áhyggjur af landflótta íslenskra lækna. Hann segir mikinn áhuga vera á íslenskum læknum á norðulöndunum og nú síðast hafi komið fyrirspurnir frá Manitoba í Kanada. Hann segir að heilbrigðisráðherra verði að passa sig á því að tala ekki lækna frá landinu. Danska sendiráðið hafði samband við Læknafélagið fyrir skömmu þar sem félagið var beðið um aðstoð við að koma á sambandi við íslenska lækna. Hann segir Norðmenn hafa auglýst eftir íslenskum læknum í fjölmiðlum og Svíar hafi einnig sýnt áhuga. „Nýjast er síðan erindi sem okkur barst frá Manitoba í Kanada," segir Gunnar. Hann segir að hingað til hafi Læknafélagið ekki stuðlað að því að læknar fari úr landi vegna ástandsins en ef læknar hafi leitað til þeirra hafi þeir látið þá hafa upplýsingar. Nú sé staðan hinsvegar önnur. „Við þekkjum dæmi þess að læknar sem eru nýkomnir heim úr sérnámi eru fluttir aftur út. Við höfum bent fyrrverandi og núverandi heilbrigðisráðherra ásamt forstjóra Landspítalans og heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að ef það verði þrengt frekar að kjörum lækna í ósamræmi við aðra þá muni það hjálpa þeim að taka ákvörðun um að fara úr landi, það liggur fyrir," segir Gunnar. Hlaupist undan merkjum Hann segir viðkvæðið sem þeir hafi mætt vera á þá leið að hættan sé nánast engin og það sé samfélagsleg skylda lækna að vera hér á landi. „Núna er það hinsvegar þannig að við erum með staðfest dæmi um að læknum hefur verið sagt upp vegna sparnaðar. Íslenskir ráðamenn hafa sagt að þeir trúi því ekki að íslenskir læknar hlaupist undan merkjum en læknar eru líka fólk og þegar það fer að þrengja að þá verða þeir að hugsa um hag fjölskyldna sinna," segir Gunnar sem er með miklar áhyggjur af ástandinu. Hann bendir á hversu auðvelt það sé fyrir lækna sem lokið hafa sérfræðinámi erlendis að fá vinnu í viðkomandi landi. Hann segir einng að í mörgum stórum sérgreinum hér á landi sé aldurssamsetning lækna þannig að margir eigi ekki eftir nema 10 ár af sinni starfsævi. „Við þurfum að fá fólk heim til þess að fylla þessi skörð og það er ekki að gerast." Gunnar vill þó taka skýrt fram að læknar séu ekki stikkfrí í þeim niðurskurði sem nú ríður yfir þjóðfélagið. „En það eru staðfest dæmi þess að verið er að skerða kjör lækna upp í allt að 20% sem er meira en hjá til dæmis æðstu ráðamönnum þjóðfélagsins." Vandamálið er til staðar Hann segir að nú sé beinlínis verið að ýta læknum úr landinu og bendir á þá miklu umræðu sem farið hefur fram upp á síðkastið varðandi kjör lækna. „Það er alveg hægt að taka einstök tilvik þar sem launin eru há. En obbinn af læknum hefur ekkert annað en það sem bundið er í kjarasamningum og þeir vinna mikla yfirvinnu til þess að hífa upp tekjurnar hjá sér, grunnlaunin eru afar lá. Og við verðum að átta okkur á því að þegar það fækkar enn meira þá geta þeir sem eftir standa ekki bætt við sig endalausri yfirvinnu." Gunnar segir að núverandi heilbrigðisráðherra ætti að passa sig á því að tala ekki lækna út úr landinu, ástandið sé grafalvarlegt og áhyggjur manna séu raunverulegar. „Við getum auðvitað ekkert sagt til um hversu stórt það verður, en vandamálið er svo sannarlega til staðar." Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Gunnar Ármannsson framkvæmdarstjóri Læknafélags Íslands hefur miklar áhyggjur af landflótta íslenskra lækna. Hann segir mikinn áhuga vera á íslenskum læknum á norðulöndunum og nú síðast hafi komið fyrirspurnir frá Manitoba í Kanada. Hann segir að heilbrigðisráðherra verði að passa sig á því að tala ekki lækna frá landinu. Danska sendiráðið hafði samband við Læknafélagið fyrir skömmu þar sem félagið var beðið um aðstoð við að koma á sambandi við íslenska lækna. Hann segir Norðmenn hafa auglýst eftir íslenskum læknum í fjölmiðlum og Svíar hafi einnig sýnt áhuga. „Nýjast er síðan erindi sem okkur barst frá Manitoba í Kanada," segir Gunnar. Hann segir að hingað til hafi Læknafélagið ekki stuðlað að því að læknar fari úr landi vegna ástandsins en ef læknar hafi leitað til þeirra hafi þeir látið þá hafa upplýsingar. Nú sé staðan hinsvegar önnur. „Við þekkjum dæmi þess að læknar sem eru nýkomnir heim úr sérnámi eru fluttir aftur út. Við höfum bent fyrrverandi og núverandi heilbrigðisráðherra ásamt forstjóra Landspítalans og heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að ef það verði þrengt frekar að kjörum lækna í ósamræmi við aðra þá muni það hjálpa þeim að taka ákvörðun um að fara úr landi, það liggur fyrir," segir Gunnar. Hlaupist undan merkjum Hann segir viðkvæðið sem þeir hafi mætt vera á þá leið að hættan sé nánast engin og það sé samfélagsleg skylda lækna að vera hér á landi. „Núna er það hinsvegar þannig að við erum með staðfest dæmi um að læknum hefur verið sagt upp vegna sparnaðar. Íslenskir ráðamenn hafa sagt að þeir trúi því ekki að íslenskir læknar hlaupist undan merkjum en læknar eru líka fólk og þegar það fer að þrengja að þá verða þeir að hugsa um hag fjölskyldna sinna," segir Gunnar sem er með miklar áhyggjur af ástandinu. Hann bendir á hversu auðvelt það sé fyrir lækna sem lokið hafa sérfræðinámi erlendis að fá vinnu í viðkomandi landi. Hann segir einng að í mörgum stórum sérgreinum hér á landi sé aldurssamsetning lækna þannig að margir eigi ekki eftir nema 10 ár af sinni starfsævi. „Við þurfum að fá fólk heim til þess að fylla þessi skörð og það er ekki að gerast." Gunnar vill þó taka skýrt fram að læknar séu ekki stikkfrí í þeim niðurskurði sem nú ríður yfir þjóðfélagið. „En það eru staðfest dæmi þess að verið er að skerða kjör lækna upp í allt að 20% sem er meira en hjá til dæmis æðstu ráðamönnum þjóðfélagsins." Vandamálið er til staðar Hann segir að nú sé beinlínis verið að ýta læknum úr landinu og bendir á þá miklu umræðu sem farið hefur fram upp á síðkastið varðandi kjör lækna. „Það er alveg hægt að taka einstök tilvik þar sem launin eru há. En obbinn af læknum hefur ekkert annað en það sem bundið er í kjarasamningum og þeir vinna mikla yfirvinnu til þess að hífa upp tekjurnar hjá sér, grunnlaunin eru afar lá. Og við verðum að átta okkur á því að þegar það fækkar enn meira þá geta þeir sem eftir standa ekki bætt við sig endalausri yfirvinnu." Gunnar segir að núverandi heilbrigðisráðherra ætti að passa sig á því að tala ekki lækna út úr landinu, ástandið sé grafalvarlegt og áhyggjur manna séu raunverulegar. „Við getum auðvitað ekkert sagt til um hversu stórt það verður, en vandamálið er svo sannarlega til staðar."
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira