Erlent

Mamma og pabbi húðflúruðu börnin

Flúrið á myndinni tengist fréttinni ekki beint.
Flúrið á myndinni tengist fréttinni ekki beint.

Hjón í Bandaríkjunum eru nú á leið fyrir rétt ákærð fyrir að hafa húðflúrað börnin sín sex. Foreldrarnir höfðu búið til sína eigin húðflúrvél úr blekpenna og gítarstreng og æft sig á börnunum sem eru á aldrinum 10 til 17 ára.

Móðirin gerir lítið úr málinu í samtölum við fjölmiðla og segist ekki skilja fjaðrafokið því börnin hafi öll beðið um flúrið auk þess sem blekið muni örugglega hverfa með tímanum.

Öll börnin fengu svarta krossa á handarbakið en eitt þeirra skartar einnig fallegu flúri þar sem stendur: „Mamma og Pabbi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×