Innlent

Rúmlega helmingur ósammála Ólafi

Frá Bessastöðum í gær þegar Ólafur Ragnar greindi frá þeirri ákvörðun sinni að hann myndi ekki staðfesta Icesave lögin.
Frá Bessastöðum í gær þegar Ólafur Ragnar greindi frá þeirri ákvörðun sinni að hann myndi ekki staðfesta Icesave lögin. Mynd/GVA
Rúmlega helmingur landsmanna er ósammála ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að skrifa ekki undir Icesave lögin sem Alþingi samþykkti fyrir viku. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði og sagt var frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

51% aðspurðra í könnun Gallup er ósammála ákvörðun Ólafs en 41% sammála. 8% voru hvorki sammála né ósammála. Þessi niðurstaða er ekki í samræmi við könnun sem Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR gerði og greint var frá fyrr í dag. Þar kom fram að 56% styðja ákvörðun forsetans.

Í könnun Gallup kemur fram að 16,5% stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar eru sammála ákvörðun Ólafs, en 64,5% þeirra sem ekki styðja stjórnina.

Spurt var: Ertu sammála eða ósammála ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki lög um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga sem Alþingi samþykkti 30. desember 2009?

1200 voru spurðir og var svarhlutfall í könnuninni 63,5%.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×