Telur nýjar samningaviðræður um Icesave þegar í gangi 7. janúar 2010 13:26 Lise Lyck forstöðumaður ferðamála- og menningardeildar Copenhagen Business School telur að nýjar samningaviðræður um Icesave séu þegar í gangi. Hún segir að slíkt hljóti að vera svo að samingsaðilar séu viðbúnir því að íslenska þjóðin felli núverandi Icesave frumvarp í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.Rætt er við Lise Lyck í blaðinu Politiken um Icesave málið. Hún segir að þótt málið virðist vera í óleysanlegum hnút í augnablikinu muni koma fram lausn á því. Hún er ennfremur bjartsýn á framtíð Íslands til lengri tíma litið þótt skammtímahorfur séu vissulega mjög dökkar.„Mesti ótti bankanna er að engin peningar komi til baka, það er að afskrifa þurfi skuldirnar niður í 0," segir Lyck. „Þetta er stærsta martröð bankaheimsins og það er gömul grundvallarregla í þeim heimi að maður á aldrei að drepa skuldunaut sinn. Þess vegna tel ég að nú þegar séu leynilegar samningaviðræður hafnar til að fá fram nýtt samkomulag fari svo að atkvæðagreiðslan endi með höfnun."Lyck segir ennfremur að Bretar og Hollendingar muni að sjálfsögðu ekki segja það opinberlega að þeir séu tilbúnir til að slá af kröfum sínum. „En það eru fleiri möguleikar til staðar," segir Lyck. „Þeir geta lækkað vextina, lengt lánstímann og svo framvegis." Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Lise Lyck forstöðumaður ferðamála- og menningardeildar Copenhagen Business School telur að nýjar samningaviðræður um Icesave séu þegar í gangi. Hún segir að slíkt hljóti að vera svo að samingsaðilar séu viðbúnir því að íslenska þjóðin felli núverandi Icesave frumvarp í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.Rætt er við Lise Lyck í blaðinu Politiken um Icesave málið. Hún segir að þótt málið virðist vera í óleysanlegum hnút í augnablikinu muni koma fram lausn á því. Hún er ennfremur bjartsýn á framtíð Íslands til lengri tíma litið þótt skammtímahorfur séu vissulega mjög dökkar.„Mesti ótti bankanna er að engin peningar komi til baka, það er að afskrifa þurfi skuldirnar niður í 0," segir Lyck. „Þetta er stærsta martröð bankaheimsins og það er gömul grundvallarregla í þeim heimi að maður á aldrei að drepa skuldunaut sinn. Þess vegna tel ég að nú þegar séu leynilegar samningaviðræður hafnar til að fá fram nýtt samkomulag fari svo að atkvæðagreiðslan endi með höfnun."Lyck segir ennfremur að Bretar og Hollendingar muni að sjálfsögðu ekki segja það opinberlega að þeir séu tilbúnir til að slá af kröfum sínum. „En það eru fleiri möguleikar til staðar," segir Lyck. „Þeir geta lækkað vextina, lengt lánstímann og svo framvegis."
Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira