Íslensk hornsíli bæta skilning á þróun lífs 11. janúar 2010 03:30 Þessir strákar láta það ekki trufla sig við sílaveiðarnar að bráð þeirra er stórmerkileg frá líffræðilegum sjónarhóli.fréttablaðið/anton Hornsíli í Vífilsstaðavatni gegna þýðingarmiklu hlutverki í nýrri rannsókn sem bendir til þess að þróun lífs á jörðinni verði frekar í stórum stökkum en í hægari skrefum. Um þetta hafa líffræðingar deilt síðan á tímum Darwins, segir Bjarni Jónsson, sviðstjóri þróunar- og nýsköpunarsviðs Veiðimálastofnunar (VMST), sem vann að rannsókninni. Rannsóknin er unnin af vísindamönnum við læknadeild Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með aðkomu sérfræðinga VMST á Sauðárkróki. Niðurstöður þeirra lýsa því hvernig brotthvarf á stuttum kafla DNA-raðar veldur því að hornsíli missa kviðgadda sína, sem er töluvert mikil breyting á beinabyggingu þeirra. Breytingin veitir sílunum vistfræðilega yfirburði við ákveðin skilyrði í umhverfinu. Kviðgaddalaus hornsíli finnast í nokkrum vötnum í heiminum, þar á meðal í Vífilsstaðavatni. Þessi vitneskja um íslensku sílin er tilkomin fyrir tilviljun en Bjarni fann kviðgaddalaust hornsíli þegar hann var við útikennslu barna við vatnið árið 2002. Bjarni vann á þeim tíma við rannsókn á vegum Stanford-háskóla sem snerist um kortlagningu mikilvægra gena og virkni þeirra í hryggdýrum. Þegar gaddalausu sílin fundust í Vífilsstaðavatni var nýhafin rannsókn á erfðum gaddaleysis og reyndust íslensku hornsílin eiga eftir að gegna mikilvægu hlutverki í lausn þeirrar gátu, og lýst er í greininni í Science. Hornsíli eru draumur þróunarlíffræðinga vegna þess að tegundin hefur þróað mörg mismunandi afbrigði frá lokum síðustu ísaldar. Ástæðan er að sjávarhornsíli námu land í ferskvatnskerfum sem mynduðust við bráðnun jökla. Í raun hefur það farið í gegnum umfangsmikla þróunarfræðilega tilraun í náttúrunni og margir sömu eiginleikarnir þróast aftur og aftur á mismunandi stöðum í heiminum, segir í umfjöllun VMST. „Við sjáum sömu hluti í þróunarfræðilegum breytileika í heilum dýrum. Ef þú veist hvert genið er og hvaða stökkbreyting hefur orðið í einni lífveru geturðu spáð fyrir um hvað hefur gerst í annarri. Við þekkjum ekki öll lögmálin enn þá en við erum að byrja að fá einhverja mynd á hvernig heilu lífverurnar geta umbreyst og hvernig frumur og lífverur geta nýtt sér ákveðnar ummyndanir til að breytast og aðlagast nýjum umhverfisaðstæðum,“ segir Bjarni á vef VMST. svavar@frettabladid.is Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Hornsíli í Vífilsstaðavatni gegna þýðingarmiklu hlutverki í nýrri rannsókn sem bendir til þess að þróun lífs á jörðinni verði frekar í stórum stökkum en í hægari skrefum. Um þetta hafa líffræðingar deilt síðan á tímum Darwins, segir Bjarni Jónsson, sviðstjóri þróunar- og nýsköpunarsviðs Veiðimálastofnunar (VMST), sem vann að rannsókninni. Rannsóknin er unnin af vísindamönnum við læknadeild Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með aðkomu sérfræðinga VMST á Sauðárkróki. Niðurstöður þeirra lýsa því hvernig brotthvarf á stuttum kafla DNA-raðar veldur því að hornsíli missa kviðgadda sína, sem er töluvert mikil breyting á beinabyggingu þeirra. Breytingin veitir sílunum vistfræðilega yfirburði við ákveðin skilyrði í umhverfinu. Kviðgaddalaus hornsíli finnast í nokkrum vötnum í heiminum, þar á meðal í Vífilsstaðavatni. Þessi vitneskja um íslensku sílin er tilkomin fyrir tilviljun en Bjarni fann kviðgaddalaust hornsíli þegar hann var við útikennslu barna við vatnið árið 2002. Bjarni vann á þeim tíma við rannsókn á vegum Stanford-háskóla sem snerist um kortlagningu mikilvægra gena og virkni þeirra í hryggdýrum. Þegar gaddalausu sílin fundust í Vífilsstaðavatni var nýhafin rannsókn á erfðum gaddaleysis og reyndust íslensku hornsílin eiga eftir að gegna mikilvægu hlutverki í lausn þeirrar gátu, og lýst er í greininni í Science. Hornsíli eru draumur þróunarlíffræðinga vegna þess að tegundin hefur þróað mörg mismunandi afbrigði frá lokum síðustu ísaldar. Ástæðan er að sjávarhornsíli námu land í ferskvatnskerfum sem mynduðust við bráðnun jökla. Í raun hefur það farið í gegnum umfangsmikla þróunarfræðilega tilraun í náttúrunni og margir sömu eiginleikarnir þróast aftur og aftur á mismunandi stöðum í heiminum, segir í umfjöllun VMST. „Við sjáum sömu hluti í þróunarfræðilegum breytileika í heilum dýrum. Ef þú veist hvert genið er og hvaða stökkbreyting hefur orðið í einni lífveru geturðu spáð fyrir um hvað hefur gerst í annarri. Við þekkjum ekki öll lögmálin enn þá en við erum að byrja að fá einhverja mynd á hvernig heilu lífverurnar geta umbreyst og hvernig frumur og lífverur geta nýtt sér ákveðnar ummyndanir til að breytast og aðlagast nýjum umhverfisaðstæðum,“ segir Bjarni á vef VMST. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent