Innlent

Ríkisforstjórar vefjast fyrir kjararáði

Engir ríkisstarfsmenn, utan forseta Íslands, eiga að hafa hærri laun en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra samkvæmt lögum sem sett voru í sumar. Fréttablaðið/gva
Engir ríkisstarfsmenn, utan forseta Íslands, eiga að hafa hærri laun en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra samkvæmt lögum sem sett voru í sumar. Fréttablaðið/gva
Kjararáð hefur enn ekki lækkað laun þeirra starfsmanna ríkisins sem eru á hærri launum en forsætisráðherra, eins og kveðið er á um í lögum sem sett voru síðasta sumar. Á fimmta tug starfsmanna mun lækka í launum segir Guðrún Zoëga, formaður kjararáðs.

Ákvörðun um launalækkun telst íþyngjandi ákvörðun samkvæmt stjórnsýslulögum, og því skylt að veita þeim sem lögin hafa áhrif á andmælarétt, segir Sigrún. Hún reiknar með að einhverjar vikur til viðbótar taki að lækka launin.

Samkvæmt lögunum má enginn starfsmaður ríkisins eða ríkisfyrirtækis, utan við forseta Íslands, vera á hærri launum en forsætisráðherra. Laun forsætisráðherra eru nú um 935 þúsund krónur.

Spurð hversu margir starfsmenn muni lækka í launum segir Sigrún að í fyrstu verði laun ríflega tuttugu starfsmanna lækkuð. Væntanlega verði svo annar eins fjöldi í síðari lotunni, þegar fjallað verði um dótturfélög ríkisfyrirtækja. Fjöldinn verður því samanlagt eitthvað á fimmta tuginn.

Lögin voru sett síðastliðið sumar, en laununum hefur enn ekki verið breytt. Spurð hverju það sæti segir Guðrún málið snúið, og ýmis álitaefni sem taka þurfi á. Um töluvert marga einstaklinga sé að ræða, og stefnt að því að úrskurða um allan hópinn í einu. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×